Vélsleðar
Akstur vélsleða er ekki hættulaus frekar en akstur annarra farartækja. Þess vegna er mikilvægt að huga að örygginu, sama hversu stutt á að fara. Slysin sýna að þau verða ekki bara hjá þeim sem hafa litla reynslu og verða alls ekki eingöngu þegar veður er vont. Mikilvægt er að draga ekki úr varkárni þó þú hafir góða reynslu af sleðaferðum eða aukir hraðann í takt við gott veður.