Hoppa yfir valmynd

Neyðarþjónusta VÍS

Við bjóðum upp á neyðarþjónustu fasteignatjóna. Ef þú lendir í óveðurstjóni, vatnstjóni, bruna eða öðru umfangsmiklu fasteignatjóni og veist ekki hvert þú átt að snúa þér — getur þú hringt í neyðarþjónustu okkar í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn og leiðbeinum þér um næstu skref.

  • Reyndu að koma í veg fyrir frekara tjón og takmarka það sem þegar hefur orðið ef þú hefur möguleika á því.
  • Ef um vatnstjón er að ræða þarftu að skrúfa fyrir vatnsinntakið til að koma í veg fyrir frekara tjón.
  • Við mælum með að þú takir myndir af vettvangi.

Á síðunni Lentir þú í tjóni má sjá leiðbeiningar um viðbrögð við öðrum tjónum.

Hringdu hvenær sem er

560 5000