Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Trampólín

Að hoppa á trampólíni er frá­bær lík­ams­rækt sem eyk­ur þol, jafn­vægi, sam­hæf­ingu og styrk. Því miður eru þó slys við leik á trampólín­um al­geng og mörg þeirra al­var­leg. Oft­ast stafa þau af því að ekki er farið eft­ir grund­vall­ar ör­yggis­atriðum.

  • Farið eftir leiðbeiningum sem fylgja trampólíninu þegar það er sett upp.
  • Festið trampólínið tryggilega við jörðu.
  • Trampólín eru gefin upp fyrir ákveðna þyngd sem ber að virða.
  • Gangið úr skugga um að undirstöður og rammi trampólínsins séu örugg.
  • Hafið trampólínið á mjúku undirlagi eins og grasi en ekki á stétt eða við girðingar, steina eða annað sem börn geta slasað sig á ef þau detta af trampólíninu.
  • Notið öryggisnet og tryggið að börnin loki inngangsopinu við  leik.
  • Notið hlíf yfir gorma og lagið festingar jafnóðum ef þær losna.
  • Fylgist með ástandi gorma sem eiga að vera heilir og jafn stífir.
  • Kennið börnunum réttar leikreglur, þ.e. að einn hoppi í einu.
  • Takið trampólín inn yfir veturinn. Þau taka á sig mikinn vind og geta auðveldlega skemmt út frá sér ef þau fjúka af stað. Auk þess geta þau ryðgað og plastið skemmst ef þau eru geymd úti yfir veturinn.