Ferðamennska
Ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin ár, bæði innlendum og erlendum og ferðamennska þeirra breyst. Gönguferðir hafa aukist mikið, ásamt því að fellihýsi, tjaldvagnar, hjólhýsi og húsbílar eru vinsælir ferðamátar yfir sumartímann.
Allir vilja komast heilir heim. Til að svo megi verða er góður undirbúningur ferðalags mikilvægur. Hann getur hins vegar verið mjög mismunandi eftir því hvert förinni er heitið, hvernig er ferðast og hvernig viðrar.