Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Eldgos

Mik­il­vægt er að við tökum fullt mark á viðvör­un­um sem sett­ar eru fram í tengsl­um við eld­gos þegar þau eru í gangi. Förum ekki inn á svæði sem eru lokuð og látum lög­reglu vita ef við vitum um manna­ferðir þar.

Þegar gos er í gangi er nauðsyn­legt að við fylgj­umst vel með frétt­um og tökum mark á þeim ráðlegg­ing­um sem þar koma fram. Kynnum okkur hvort lok­an­ir séu á veg­um, hvort Al­manna­varn­ir hafi sent frá sér viðvar­an­ir, hvort meng­un sé til staðar og hver staða loft­gæða sé.

Náttúruvá á Suðurnesjum

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á Suðurnesjunum vegna jarðhræringa og mögulegs eldgoss. Svartasta sviðsmyndin er að heitt og kalt vatn verði ekki til staðar, sem hefur gerst tímabundið, en við þær aðstæður stendur dreifikerfi rafmagns ekki undir því álagi að hita húsnæði svæðisins upp með hættu á að frjósi í lögnum. HS Veitur hafa útbúið upplýsingar fyrir íbúa á Suðurnesjunum ef svartasta sviðsmyndin verður sem mikilvægt er að kynna sér.

Hvaða tryggingar taka á tjóni ef verður?

Tjón af völd­um eld­gosa eru bætt af Náttúruhamfaratryggingu Íslands það er á þeim eign­um sem eru bruna­tryggðar og falla und­ir eigna­trygg­ing­ar. Náttúruhamfaratrygging Íslands starfar sam­kvæmt lög­um nr. 55/​1992 með áorðnum breyt­ing­um og reglu­gerð nr. 83/​1993.

Er mikil hætta af gasstreymi?

Í og við eld­stöð get­ur gasstreymi verið til staðar. Mik­il­vægt er að afla sér upp­lýs­inga um hvort svo sé þar sem bráð lífs­hætta get­ur stafað af gasinu og ekki óhætt að nálg­ast svæðið án gasmæla og gasgríma. 

Fer aska illa með bíla?

Mik­il­vægt er að koma bíl­um og öðrum vél­um í skjól ef öskufall er til staðar t.d. með því að færa und­ir þak eða breiða yfir með þykku plasti eða dúk.

Hvað ef aska er nú þegar komin á bílinn?

 • Mikilvægt er að skola öskuna af með köldu vatni.
 • Alls ekki nudda öskuna af, þá er hætta á rispa lakkið.
 • Askan getur brennt sig inn í lakkið ef hún fær að liggja á því sér í lagi í sólskini.
 • Ekki nota rúðuþurrkur ef aska er á rúðum. Askan virkar eins og sandpappír og getur rispað rúðuna ef þurrkunar eru settar í gang.
 • Ef farartæki lendir í öskufalli eða er ekið í gosösku eða ryki af henni er hætta á að lofthreinsarar og annar loftflæðibúnaður stíflist eða óhreinkist svo að það hamli eðlilegu loftflæði með tilheyrandi hættu á gangtruflunum eða öðrum bilunum.

Hvernig fer askan í dýrin?

Aska sem berst frá stór­um eld­stöðvum inni­held­ur oft mikið af flúor sem get­ur bæði haft bráð og lang­vinn eiturá­hrif á grasbíta. En flúor­meng­un­in er ekki það eina sem ber að var­ast held­ur get­ur ask­an sært önd­un­ar- og melt­ing­ar­færi dýra. 

 • Hýsa búfé sé það mögulegt.
 • Sjá dýrum sem eru úti fyrir hreinu vatni og koma í veg fyrir að þau drekki vatn úr pollum, skurðum þar sem ekki er sírennsli.
 • Gefa dýrum sem eru úti vel af heyi svo þau séu síður á beit.
 • Hafa saltstein fyrir dýr sem eru úti.
 • Fylgast með veður- og öskuspá.

Nálg­ast má frek­ari upp­lýs­ing­ar um dýrin í eft­ir­far­andi grein­um á heimasíðu Mat­væla­stofn­un­ar.

Hefur askan áhrif á heilsu fólks?

Aska er sam­sett úr mis­stór­um ögn­um og efna­sam­setn­ing henn­ar get­ur verið mjög mis­mun­andi. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar ask­an fell­ur og því mik­il­vægt að fylgj­ast vel með veður- og ösku­spá. Á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar er að finna upp­lýs­ing­ar um mæl­ing­ar á loft­gæðum. Ef svifryk er und­ir 50 µg/​m3 er talað um góð loft­gæði. Ef skyggni er 4 km þá er styrk­ur svifryks kom­inn upp í 150-400 µg/​m3 og þá eru loft­gæðin orðin slæm og mjög slæm ef skyggni er 1,5 km eða minna.

Ítar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hættu á heilsutjóni vegna gosösku má sjá í leiðbein­ing­um sem hafa verið tekn­ar sam­an. Al­geng­ast er þó að helstu ein­kenni komi fram í önd­un­ar­fær­um og aug­um.

Hver eru algengustu öndunarfæraeinkennin?

 • Nefrennsli og erting í nefi.
 • Særindi í hálsi og hósti.
 • Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, geta fengið berkjubólgur með hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum.

Hver eru helstu einkenni frá augum?

 • Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar.
 • Tilfinning eins og aðskotahlutur sé til staðar í augunum.
 • Særindi, kláði og blóðhlaupin augu.
 • Útferð og tárarennsli.
 • Skrámur á sjónhimnu.
 • Bráð augnbólga og ljósfælni.

Hverjar eru helstu ráðlegg­ing­ar til fólks í ösku­falli?

 • Nota öndunarfæragrímur utanhúss.
 • Ef öndunarfæragrímur eru ekki tiltækar má nota vasaklút, buff eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá.
 • Ráðlagt er að nota hlífðargleraugu.
 • Börn og fullorðnir með öndunarfærasjúkdóma ættu að halda sig innanhúss.
 • Hita húsin vel þannig að yfirþrýstingur myndist. Þá minnka líkur á að askan berist inn í húsin.
 • Almannavarnir telja ekki þörf á að fólk noti rykgrímur annarsstaðar en þar sem gosmökkur er sýnilegur.
 • Vera í hlífðarfatnaði. 

Upp­lýs­ing­ar m.a. fengn­ar af heimasíðu Land­lækn­is.

Hverjar eru helstu ráðleggingar með hús, heim­ili og lausa­mun­i?

 • Loka vel gluggum og útidyrum.
 • Ef þörf krefur þétta í kringum glugga og útidyr t.d. með límbandi og rökum handklæðum.
 • Breiða yfir viðkvæm tæki eins og tölvur, sjónvörp og hljómflutningstæki.
 • Hækka hitastig ofna það minnkar líkur á að ryk smjúgi inn.
 • Koma sigtum fyrir í niðurföllum utandyra, þar með talið þakrennum.
 • Komið öllum lausamunum og ökutækjum í hús eftir því sem kostur er.
 • Hýsið dýr.
 • Gætið að orkunotkun í húsinu, hvort óeðlileg hitamyndun er frá rafmagni.
 • Gangið úr skugga um að reykskynjarar og handslökkvitæki séu til staðar og virki.
 • Hafið tiltæk verkfæri, svo sem hamar, töng, rörtöng, skrúfjárn, skóflu og kúbein.
 • Hafið tiltækan síma og útvarp.
 • Gætið þess að læsa vel og loka öllum hurðum ef yfirgefa þarf hús.
 • Ef er vatnslaust á svæðinu og þarf að yfirgefa húsnæðið, sér í lagi að vetri til, skrúfið fyrir stofnkrana húss til að minnka líkur á vatnstjóni.
 • Kynnið ykkur upplýsingar Almannavarna um viðbrögð við eld­gos­um

Hvaða tryggt og hvað ekki?

 • Viðlagatrygging fylgir brunatryggingu húseigna sem er lögbundin skyldutrygging.
 • Sé lausafé tryggt gegn bruna undir eignatryggingum fylgir viðlagatrygging.
 • Sé búfé tryggt undir landbúnaðartryggingu VÍS fylgir viðlagatrygging.
 • Slysatjón vegna eldgosa eru undanskilin í slysatryggingum, en eru þó innifalin i launþegatryggingu.
 • Tjón vegna eldgosa eru undanskilin í dýratryggingum VÍS.
 • Tjón af völdum eldgoss er undanskilið í kaskótryggingum.
 • Tjón af völdum eldgoss er tryggt í brunatryggingu ökutækja.
 • Forföll og ferðatafir sem rekja má til eldgoss eru ekki bótaskyld tjón, hvorki úr ferða- né kortatryggingum.