Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Sund

Sundmenning er mjög sterk á Íslandi og sundlaugar eru víða. Á vefnum sundlaugar.is er að finna yfirlit yfir sundlaugar landsins ásamt upplýsingum um heitar laugar en þó má ekki baða sig í þeim öllum sem þar koma fram.

Sund­laug­ar

  • Virðið reglur sundlaugarinnar og kynnið þær fyrir börnum.
  • Börn yngri en 10 ára mega ekki fara ein í sund nema með syndum einstaklingi sem orðinn er 15 ára. Viðkomandi má ekki vera með fleiri en tvö börn yngri en 10 ára með sér nema viðkomandi sé foreldri eða forráðamaður barnanna.
  • Hafið armkúta ávallt á ósyndum börnum.
  • Bannað er að stinga sér í grunna enda laugarinnar vegna hættu á að lent sé á botni laugar.
  • Mörg óhöpp verða við rennibrautir. Virðið reglur þeirra, sérstaklega um að aðeins einn megi renna í einu og að ekki skuli leggja af stað fyrr en sá sem á undan er farinn frá enda rennibrautarinnar.

Heit­ir pott­ar

  • Löng viðvera í heitum potti getur valdið svima og yfirliðatilfinningu vegna hitans. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og hjartveika einstaklinga.
  • Hafið ávallt armkúta á ósyndum börnum, líka í heita pottinum. Leyfið þeim ekki að taka þá af sér á meðan þau eru í pottinum.
  • Skiljið börn aldrei eftir ein í heitum potti.

Sjó­sund

  • Kynntu þér einkenni of­kæl­ing­ar og viðbrögð við henni. 
  • Kynntu þér staðhætti.
  • Byrjendur eiga að vera með vönu sundfólki og synda stutt í einu.
  • Hafðu alltaf góðan sundfélaga með þér.
  • Vertu alltaf nærri þeim sem synt er með.
  • Notaðu sundhettu í skærum lit.
  • Farðu ekki langt út frá landi.
  • Á veturna getur sjórinn verið frá -1,5° til 4°C þá er gott að hafa neonfrean hanska og sokka.