Hoppa yfir valmynd

VÍS og samfé­lagið

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli.underlineVið viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið. Tilgangur félagsins er að vera traust bakland í óvissu lífsins með því að veita viðskiptavinum sínum viðeigandi tryggingavernd.

Við tryggjum fyrirtæki, starfsemi þeirra og eignir og leggjum því okkar á vogarskálarnar til þess að trygga góða atvinnu og hagvöxt. Með því að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar stuðlum við að öruggara og traustari samfélagi.

Af hverju skiptir þetta máli?

Saman þurfum við að undirbúa samfélagið undir þær áskoranir sem felast í framtíðinni. Hver einasti einstaklingur skiptir máli — ekki síst í baráttunni við hamfarahlýnun. Við verðum að draga úr losun og auka kolefnisbindingu úr andrúmsloftinu. Losun er mikil frá samgöngum — en þar eru mikil tækifæri til þess að hafa áhrif. Við viljum hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini okkar og reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á tryggingar sem hvetja til sjálfbærari lífsstíls.

VÍS er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Við erum einnig aðilar að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar sem og UN-PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar.

Við erum einnig aðilar Jafnréttissáttmála UN Women. Þetta er yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem snýst fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

VÍS er einnig aðili að UN Global Compact, alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hafður er að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbindur félagið sig til þess að vinna að tíu grundvallarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og styðja helstu markmið þeirra.

Af hverju skiptir þetta máli?

Hlut­verk okkar í samfé­laginu

VÍS er eitt stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Félagið var formlega stofnað þegar Samvinnutryggingar og Brunabótafélags Íslands sameinuðust árið 1989 — en Brunabótafélagið rekur sögu sína allt aftur til ársins 1917.

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Framtíðarsýn okkar er að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum. Með sjálfbærni að leiðarljósi, stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum. Í stað þess að bíða eftir að slysin eigi sér stað, viljum við koma í veg fyrir þau. VÍS er því kraftmikið hreyfiafl með öflugar forvarnir í broddi fylkingar.

Hlutverk VÍS í samfélaginu
Hlutverk okkar í samfélaginu

Markmið VÍS

Við setjum okkur mælanleg markmið á hverju ári.

Umhverfi

  • Kolefnisspor frá starfsemi og tjónum
    VÍS er meðvitað um losun gróðurhúsalofttegunda í eigin rekstri. Þó er ljóst að af tryggingastarfsemi er losun vegna umfangs 3 viðamest, þ.e. frá trygginga- og eignasafni. VÍS mælir það ekki sérstaklega en fylgist náið með framgangi að aðferðafræði slíkra útreikninga, t.d. hjá PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials).
  • Aðgerðaráætlun
    Við höfum skilgreint aðgerðaráætlun um hvernig við ætlum að draga úr losun til ársins 2025.
  • Kolefnisjöfnun
    Sú losun sem eftir stendur af rekstri félagsins er kolefnisjöfnuð með vottuðum einingum Climate Impact Partners.
  • Hringrásarhagkerfið
    Vegna eðlis starfsemi okkar þurfum við að vinna með mikið magn úrgangs, t.d. frá tjónum. Við einsetjum okkur að koma öllum úrgangi í réttan farveg og stuðla þar með að hringrásarhagkerfi. Við ætlum að skilgreina markmið sem hluta af aðgerðaráætlun í umhverfismálum, þá sérstaklega varðandi úrgang, nýtingu á vatni og orku og endurvinnslu. Við viljum kortleggja og birta umfang endurnotkunar, endurnýtingar og endurvinnslu. Við ætlum að þekkja umfang og framlag okkar til hringrásarhagkerfisins.  
  • Ábyrg förgun
    Við viljum skilgreina stefnu og markmið í ábyrgri förgun. Áhersla verður á endurnotkun, endurnýtingu og endurvinnslu í tjónum.

Félagslegir þættir

  • Mannréttindi hjá birgjum og í virðiskeðju félagsins
    Vinna við birgjamat heldur áfram. Halda áfram að þeirri vinnu að bæta ákvæði í samninga um að birgjar skuli fylgja lögum um vinnurétt, mannréttindi og umhverfisvernd.
  • Starfs- og þekkingarþróun starfsfólks
    Við munum útvíkka yfirsýn og upplýsingagjöf um jafnrétti til starfsfólks og almennings með útgáfu jafnréttisskýrslu þar sem árangur VÍS í jafnréttismálum eru gerð greinagóð skil.   
    Við viljum bjóða upp á sveigjanleika í fjarvinnu — því helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda félagsins er vegna ferða starfsfólks, til og frá vinnu.

Stjórnarhættir

  • Upplýsingaöryggi
    Innleiðing staðalsins ISO 27001 um upplýsingaöryggi hófst á árinu 2021.
  • Ábyrg virðiskeðja
    Hagaðilagreining undirbúin til útsendingar.
  • Ábyrgar fjárfestingar
    Skilgreina virka aðkomu í fjárfestingum (t.d. með samtali um UFS við fyrirtæki sem fjárfest er í).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nýtum þau sem leiðarljós í öllum okkar störfum. Við styðjum sérstaklega eftirfarandi markmið:

Heimsmarkmið 3

  • Heilsa og vellíðan
    Með forvörnum í broddi fylkingar fækkum við tjónum og hvetjum til betri lífsstíls. Undirmarkmið 3.6 felur í sér að fækka banaslysum í umferðinni.

Heimsmarkmið 5

  • Jafnrétti kynjanna
    Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Undirmarkmið 5.5 leitast við að tryggja þátttöku kvenna sem og tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins.

Heimsmarkmið 8

  • Góð atvinna og hagvöxtur
    Við tryggjum fyrirtæki, starfsemi þeirra og eignir. Þannig tryggjum við góða atvinnu og hagvöxt. Með samvinnu við fyrirtækin fækkum við tjónum og bætum öryggi starfsmanna. Undirmarkmið 8.8 felur í sér að stuðla að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk. Með samvinnu við viðskiptavini okkar stuðlum við að öruggu vinnuumhverfi með öflugum forvörnum.

Heimsmarkmið 12

Ábyrg neysla og framleiðsla

Með sjálfvirknivæðingu minnkum við notkun náttúruauðlinda og stuðlum að hringrásarhagkerfinu með ábyrgri förgun. Undirmarkmið 12.6 felur í sér hvatningu til fyrirtækja að innleiða sjálfbæra þróun í starfsemi sína og veita upplýsingar um sjálfbærni í skýrslum sem gefnar eru út á þeirra vegum.

Ófjár­hagsleg upplýs­inga­gjöf

Við gefum út sjálfbærniskýrsla árlega, samhliða ársskýrslu. Þar birtum við sjálfbærniuppgjör í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq kauphallarinnar. Kastljósinu er varpað á umhverfið, félagslega þætti og góða stjórnarhætti.

  • Umhverfismál
    Við skráum og birtum gögn er varða umhverfisfótspor okkar, til dæmis losun á gróðurhúsalofttegundum, eldsneytisnotkun, vatnsnotkun og fleira.
  • Félagslegir þættir
    Við fylgjumst með og mælum ýmsa þætti um áhrif okkar og frammistöðu í félagslegum þáttum. Til dæmis launajafnrétti, kynjahlutföll og heilsu og aðbúnað starfsmanna.
  • Góðir stjórnarhættir
    Við tökum saman og birtum upplýsingar um starfsreglur og stjórnarhætti félagsins.
Jafnréttis- og jafnlaunastefnaStarfsreglur og stjórnarhættir
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Sjálfbærniuppgjör 2022

Sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2022.

Lesa meira

Sjálfbærniuppgjör 2021

Sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2021.

Lesa meira

Sjálfbærniuppgjör 2020

Sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2020.

Lesa meira

Sjálfbærniskýrsla 2019

Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2019.

Lesa meira

Sjálfbærniskýrsla 2018

Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2018.

Lesa meira