Hoppa yfir valmynd

Tjónagrunnur

Tjóna­grunn­ur er sam­eig­in­leg­ur gagna­grunn­ur skaðatrygg­inga á Íslandi. Grunnurinn er rekinn af Creditinfo í þeim tilgangi að stemma stigu við vátryggingasvikum og ofgreiðslu vátryggingabóta.

Hver er ábyrgðaraðili og vinnsluaðili?

Vá­trygg­inga­fé­lög­in eru hvert um sig ábyrgðaraðili þeirra tjóna­upp­lýs­inga sem þau skrá í grunn­inn. Cred­it­in­fo er vinnsluaðili.

Hvaða upp­lýs­ing­ar eru skráðar í tjóna­grunn­inn?

Öll til­kynnt tjón eru skráð í tjóna­grunn­inn fyr­ir utan líf-og sjúk­dóma­til­kynn­ing­ar og tjón sem börn yngri en 15 ára verða fyr­ir. Ein­göngu má skrá eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar í tjóna­grunn­inn:

  • Nafn vátryggingafélags.
  • Kennitala tjónþola.
  • Númer máls hjá félagi.
  • Tegund vátryggingar.
  • Tegund tjóns.
  • Dagsetning tjóns.
  • Dagsetning skráningar í tjónagrunn.
  • Staðsetning tjóns.
  • Einkvæmt númer hins tryggða s.s. skráningarnúmer ökutækis, fastanúmer fasteignar o.fl.
  • Óheim­ilt er að skrá í tjóna­grunn upp­lýs­ing­ar um ein­stök heilsu­fars­leg atriði í tengsl­um við lík­ams­tjón.

Hvernig má nota tjóna­grunn­inn?

Til­gang­ur tjóna­grunns­ins er að stemma stigi við vá­trygg­inga­svik­um og of­greiðslu vá­trygg­inga­bóta. Óheim­ilt er að nota upp­lýs­ing­ar úr tjóna­grunn­in­um í markaðs-og/​eða viðskipta­leg­um til­gangi.

Hverj­ir hafa aðgang að tjóna­grunn­in­um?

Ein­göngu þeir starfs­menn vá­trygg­inga­fé­laga sem skrá tjón og vinna við tjóna­upp­gjör hafa aðgang að upp­lýs­ing­um í tjóna­grunn­in­um.

Varðveislu­tími

Upp­lýs­ing­um úr grunn­in­um er eytt út þegar ekki ger­ist leng­ur þörf á þeim, en í síðasta lagi 10 árum frá skrán­ingu upp­lýs­inga í tjóna­grunn­inn. Hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um upp­flett­ing­ar í tjóna­grunn­in­um á „Mín­um síðum“ hjá Cred­it­in­fo. Fyr­ir­spurn­um og at­huga­semd­um vegna upp­flettinga og rangra upp­lýs­inga skal beina til Cred­it­in­fo.