Hoppa yfir valmynd

Harpa 29. febrúar 2024 frá kl. 13-16.

Forvarnaráðstefna VÍS er haldin árlega en á ráðstefnunni er fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum.

Ráðstefnan hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi.

Forvarnaverðlaun VÍS hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað er í tveimur flokkum og er horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun í úthlutun.

Misstir þú af forvarnaráðstefnu VÍS? Engar áhyggjur — fáðu aðgang að fyrirlestrum ráðstefnunnar.

Forvarna­verð­laun VÍS 2024 í flokki stærri fyrir­tækja

Skinney-Þinganes

Allir hafa rödd í öryggisvegferð Skinney-Þinganes og engin vinnuslys hafa orðið þar í tólf mánuði. Þar er fyrsta flokks vinnuaðstaða bæði í landvinnslu og á sjó og mikil áhersla lögð á öryggi og heilsuvernd starfsfólks. Forvarnir byggjast á áhættumati starfa sem er framkvæmt með reglubundnum hætti, atvikaskráningar færðar í ATVIK kerfið og merkingar og ferlar i kringum tæki eru mjög skýrir. Eigið eldvarnareftirlit er virkt og unnið er við það að koma gátlistum fyrir það í snjallsímaforrit. Fyrirtækið nýtir sér stafrænar lausnir við fræðslustarf og er þátttakandi í Öldu Öryggi sem heldur utan um öryggi á sjó með sjálfbærni í fyrirrúmi.

Á myndinni eru frá vinstri: Þorvaldur Þorsteinssson, viðskiptastjóri fyrirtækjaviðskipta VÍS, Eik Aradóttir, verkefnastjóri öryggis og forvarna og Inga Jóna Ingvadóttir gæðastjóri hjá Skinney og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.

Kynningarmyndband
Forvarnaverðlaun VÍS 2024 í flokki stærri fyrirtækja

Forvarna­verð­laun VÍS 2024 í flokki minni fyrir­tækja

Faxaflóahafnir

Öryggismenning í hávegum höfð hjá Faxaflóahöfnum. Starfsfólk meðvitað um mikilvægi öryggis, slysatíðni lág og fræðsla stór þáttur í störfum allra. Þau hafa innleitt ECO online gagnagrunninn ásamt QR kóðum til að auka á öryggi í tengslum við meðferð hættulegra efna. Eru með vefsjá sem sýnir alla staði við höfnina og stöðuna á öryggismálum og öryggisbúnaði tengdum vinnuaðstæðum. Eftirlit er gott, starfsmenn taka þátt í áhættumati, skráning atvika og ábendinga vel virk og auðvelt að bregðast við ef eitthvað má betur fara.

Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Pedersen, viðskiptastjóri fyrirtækjaviðskipta VÍS, Júlíus V. Guðnason, öryggisnefndarmaður, Jóhann Páll Guðnason, öryggisnefndarmaður, Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri, Jón Þórir Sveinsson, öryggisstjóri, Egill Teitur Eysteinsson og Þórdís B. Sigurgestsdóttir öryggistrúnaðarmenn og Lovísa Ólafsdóttir, sérfræðingur forvarna fyrirtækja VÍS.

Kynningarmyndband
Forvarnaverðlaun VÍS 2024 í flokki minni fyrirtækja

Viður­kenning fyrir árangur í örygg­is­málum í flokki minni fyrir­tækja

Snæland Grímsson

Hjá Snælandi Grímssyni starfar samheldinn hópur þar sem öryggismenning er sterk og lítið verið um slys í gegnum árin. Öll atvik eru tekin fyrir á stjórnarfundum og er unnið úr þeim jafnóðum þar sem stjórnendur bera ábyrgð á úrlausnum atvika. Mikil áhersla er lögð á öfluga flotastjórnun, en hún er undirstaða öryggisstjórnunar og forvarna. Nýtt húsnæði fyrirtækisins hefur það markmið að sameina rekstrareiningar, auka yfirsýn, samþætta öryggismenningu og koma öryggismálum inn í betri ramma. Nútímaleg þrifaðstaða er ásamt aðstöðu fyrir bílstjóra til að yfirfara bílana. Hver bílstjóri ber ábyrgð á að yfirfara öryggisþætti sinnar bifreiðar hverju sinni samkvæmt verkferlum fyrirtækisins. Sjálfbærni er þeim hugleikin og leggur fyrirtækið m.a. áherslu á að vera með nýjan bílaflota í umferð til að bæði tryggja öryggi og um leið draga úr kolefnissporum. Snæland Grímsson uppfyllir Euro 6 staðalinn hvað varðar útblástur.

Á myndinni eru frá vinstri: Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, Kristel Björk Þórisdóttir, rekstrarstjóri, Hallgrímur Lárusson, framkvæmdarstjóri og eigandi og Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS.

Kynningarmyndband
Viðurkenning fyrir árangur í öryggismálum í flokki minni fyrirtækja

Viður­kenning fyrir árangur í örygg­is­málum í flokki minni fyrir­tækja

Tengir

Stjórnendur Tengir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að öryggismál séu alltaf á dagskrá. Hugsunarháttur stjórnenda er þannig að það er ætlast til þess að fólk taki þann tíma sem þarf til verksins og geri hlutina vel og tryggi öryggi sitt og annarra. Allt er gert til að reyna að koma í veg fyrir tjón. Tengir nýtir sér tæknina til að auka á öryggi m.a. veggskanna, sóntæki, GPS tækni og teikningar í öllum framkvæmdum. Þar sem vinna starfsfólks fer fram fyrir utan sjálfan vinnustaðinn eru staðsetningabúnaður í tækjum, bifreiðum og dýrari smátækjum til að hægt sé að sjá staðsetningu þeirra ef eitthvað kemur upp á. Með markvissri vinnu síðustu ár þar sem áherslan hefur verið á forvarnir og öryggi en ekki síst skýrari samskipti hefur tekist að koma á breyttum hugsunarhætti.

Á myndinni eru frá vinstri: Þorvaldur Þorsteinssson, viðskiptastjór fyrirtækjaviðskipta VÍS, Gunnar Björn Þórhallsson, forstjóri og eigandi, Aðalheiður Björk Vilhelmsdóttir, eigandi og Arna Rut Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Tengir og Guðný Helga Herbertsdóttir forstjóri VÍS.

Kynningarmyndband
Viðurkenning fyrir árangur í öryggismálum í flokki minni fyrirtækja

Viður­kenning fyrir árangur í örygg­is­málum í flokki stærri fyrir­tækja

Norðurorka

Hjá Norðurorku hefur náðst frábær árangur í aukinni vitundarvakningu þegar kemur að forvörnum sem hefur skilað sér í færri slysum og tjónum ásamt góðri öryggismenningu. Öryggismál eru fastur liður á starfsmannafundum og Norðurorka notar ATVIK atvikaskráningarkerfi VÍS markvisst tengt forvörnum og inn í áhættumatið sem allt starfsfólk tekur þátt í. Merkingar eru á öllum vinnusvæðum, áhersla er lögð á lýðheilsu og aðstöðu starfsfólks og fræðslumál skipa stóran sess hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er meðvitað um að vinnu við að bæta öryggismál lýkur aldrei og því eru alltaf einhver tækifæri til að gera enn betur.

Á myndinni eru frá vinstri: Lovísa Ólafsdóttir sérfræðingur forvarna fyrirtækja VÍS, Gauti Þór Grétarsson verkefnastjóri öryggismála, Friðþór Smárason öryggisnefndarmaður, Gunnur Ýr Stefánsdóttir öryggisnefndarmaður, Anna Klara Hilmarsdóttir fulltrúi framkvæmdarsviðs, Guðlaug Erla Ágústdóttir öryggisnefndarmaður, Eyþór Björnsson forstjóri og Elías Wium öryggisnefndarmaður.

Kynningarmyndband
Viðurkenning fyrir árangur í öryggismálum í flokki stærri fyrirtækja

Viður­kenning fyrir árangur í örygg­is­málum í flokki stærri fyrir­tækja

Múlaþing

Hjá Múlaþingi liggur áherslan í sjálfbærni í þekkingaröflun, þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun og áhersla er á að draga úr sóun. Helsta áskorunin eftir sameiningu hefur legið í miðlun upplýsinga og fræðslu ásamt því að tryggja að það náist til allra, en langt er á milli þéttbýla. Með áherslu á stafræna tækni hefur náðst mikill árangur og er innri fræðsla sterk sem nær yfir stórt svæði, til ólíks starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum. Eftir að Múlaþing tók upp ATVIK atvikaskráningarkerfi VÍS sem hluta af öryggisstjórnun sveitarfélagsins hafa mörg umbótaverkefni orðið til. Til að mynda hefur verið farið í almennar hálkuvarnir og lagfæringar á húsnæði eftir ábendingar þar. Skrifleg forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna streitu, kulnunar og vanlíðan er til staðar og hafin innleiðing á heilsueflandi vinnustað.

Kynningarmyndband
Viðurkenning fyrir árangur í öryggismálum í flokki stærri fyrirtækja

Dagskrá

13:00

Setning Forvarnaráðstefnu 2024

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS

13:06

Getur bætt öryggismenning aukið sjálfbærni í verkum?

Ingólfur Gissurarson

Forstöðumaður gæða- og öryggismála hjá Íslenskum aðalverktökum

13:30

Öryggisstjórnun á tímum náttúruhamfara

Páll Erland

Forstjóri HS Veitna

13:54

Var slysalaust?

Ólafur Sæmundsson

Framkvæmdastjóri TVT - Traust verktak

14:04

Forvarnaverðlaun VÍS

Guðmundur Ólafsson

Forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS

14:25

Kaffihlé

14:45

Vottun – er það leiðin að árangri?

Helgi Haraldsson

Öryggisstjóri Sjúkrahúsinu á Akureyri

15:08

Eru þjálfuð samskipti lykillinn að öryggi í starfi?

Árni Gunnarsson

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar

15:32

Hið góða, hið illa og gervigreindin

Páll Rafnar Þorsteinsson

Verkefnastjóri hjá Siðfræðistofnun

16:00

Ráðstefnulok og léttar veitingar

Fundarstjóri

Brynja Þorgeirsdóttir

Lektor og fyrrverandi fjölmiðlakona

Örviðtöl verða birt á milli erinda við eftirtalda einstaklinga:

  • Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 
  • Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.
  • Harald Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
  • Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu.
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Fyrir­les­arar