Hoppa yfir valmynd

Umferð

Umferð

Akstur

Um­ferðarregl­ur byggja á lög­um og reglu­gerðum, sem geta tekið breyt­ing­um. Í öku­námi eru lög­in og reglu­gerðirn­ar kennd­ar. Eft­ir það verður hver og einn að fylgj­ast með þeim breyt­ing­um sem verða.

Nú­gild­andi um­ferðarlög nr, 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. Með um­ferðarlög­un­um eru ýms­ar reglu­gerðir og má finna þær tengd­ar um­ferðarlög­un­um. Jafn­framt er hægt að nálg­ast sam­an­tekt þeirra á vef Sam­göngu­stofu. Upp­lýs­ing­ar um öll um­ferðarmerki má sjá á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Lesa meira
Umferð

Bílstólar

Eng­inn ætti að ferðast með barnið í bíl án viðeig­andi ör­ygg­is­búnaðar. Hann get­ur haft allt að segja ef slys verður.

Könn­un á ör­ygg­is­búnaði barna í bíl­um hef­ur verið gerð frá árinu 1996 fyr­ir utan leik­skóla lands­ins. Í upp­hafi voru 32% barna laus í bíl­um en árið 2021 var það hlut­fall komið niður í 1%. Jafn­framt sýndi könn­un­in árið 2021 að 2,9% barna voru ein­göngu í bíl­belti sem er ekki rétt­ur ör­ygg­is­búnaður fyr­ir börn á leik­skóla­aldri. 

Lesa meira
Umferð

Rafhlaupahjól og öryggi

Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafhlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst. 14, 16 eða 18 ára ef hámarkshraði 25 km/klst. eða aldurstakmark út frá hæð notanda. Ekki er víst að allir foreldrar átti sig á þessum viðmiðum þar sem sjá má krakkar allt niður í átta ára, á hjólum með hámarkshraða 25 km/klst. Í myndbandi Samgöngustofu er farið yfir ýmis öryggismál sem snúa að rafhlaupahjóla.

Lesa meira
Umferð

Vespur eða létt bifhjól í flokki I

Vespur eða létt bifhjól í flokki I eru þægilegur ferðamáti sem margir nýta sér, sér í lagi þeir yngri. Ákveðnar reglur gilda um ferðamátann sem mikilvægt er að þekkja.

Lesa meira
Umferð

Eftirvagnar

Á sumrin eru margir eftirvagnar í eftirdragi.

Lesa meira
Umferð

Öruggur bíll

Reynslan sýnir okkur að því miður verða mörg slys og tjón í umferðinni á hverjum degi. Mörg þessara slysa verða vegna atriða sem er tiltölulega auðvelt að laga. Hér á eftir eru nokkur þeirra. Það væri frábært ef við öll hefðum þau að leiðarljósi með það að markmiði að koma í veg fyrir þessi slys.

Lesa meira
Umferð

Æfingaakstur

Við hvetjum þig til að nýta æfingaaksturstímann vel með barninu þínu. Sá tími er frábær viðbót við öku­námið og skilar án efa betri ökumönnum út í umferðina. Með vel nýttum æfingaaksturstíma hefur barn þitt meiri reynslu og færni þegar það fer að aka eitt og óstutt.

Áður en æf­inga­akst­ur hefst þarf barnið þitt að taka Öku­skóla 1 og ákveðinn fjölda tíma hjá öku­kenn­ara. Fyrsta skrefið er því að finna góðan öku­kenn­ara. Ekki þarf að tilkynna til VÍS um að æfingaakstur sé að fara fram.

Lesa meira