Umferð

Rafhlaupahjól og öryggi
Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafhlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst. 14, 16 eða 18 ára ef hámarkshraði 25 km/klst. eða aldurstakmark út frá hæð notanda. Ekki er víst að allir foreldrar átti sig á þessum viðmiðum þar sem sjá má krakkar allt niður í átta ára, á hjólum með hámarkshraða 25 km/klst. Í myndbandi Samgöngustofu er farið yfir ýmis öryggismál sem snúa að rafhlaupahjóla.
Bílstólar
Enginn ætti að ferðast með barnið í bíl án viðeigandi öryggisbúnaðar. Hann getur haft allt að segja ef slys verður.
Könnun á öryggisbúnaði barna í bílum hefur verið gerð frá árinu 1996 fyrir utan leikskóla landsins. Í upphafi voru 32% barna laus í bílum en árið 2021 var það hlutfall komið niður í 1%. Jafnframt sýndi könnunin árið 2021 að 2,9% barna voru eingöngu í bílbelti sem er ekki réttur öryggisbúnaður fyrir börn á leikskólaaldri.

Vespur eða létt bifhjól í flokki I
Vespur eða létt bifhjól í flokki I eru þægilegur ferðamáti sem margir nýta sér, sér í lagi þeir yngri. Ákveðnar reglur gilda um ferðamátann sem mikilvægt er að þekkja.


Öruggur bíll
Reynslan sýnir okkur að því miður verða mörg slys og tjón í umferðinni á hverjum degi. Mörg þessara slysa verða vegna atriða sem er tiltölulega auðvelt að laga. Hér á eftir eru nokkur þeirra. Það væri frábært ef við öll hefðum þau að leiðarljósi með það að markmiði að koma í veg fyrir þessi slys.

Æfingaakstur
Við hvetjum þig til að nýta æfingaaksturstímann vel með barninu þínu. Sá tími er frábær viðbót við ökunámið og skilar án efa betri ökumönnum út í umferðina. Með vel nýttum æfingaaksturstíma hefur barn þitt meiri reynslu og færni þegar það fer að aka eitt og óstutt.
Áður en æfingaakstur hefst þarf barnið þitt að taka Ökuskóla 1 og ákveðinn fjölda tíma hjá ökukennara. Fyrsta skrefið er því að finna góðan ökukennara. Ekki þarf að tilkynna til VÍS um að æfingaakstur sé að fara fram.

Húsbílar
Allir vilja komast heilir heim úr húsbílaferðum sínum. Til að svo megi verða þurfa húsbílaeigendur að huga að forvörnunum áður en þeir leggja af stað og getur eftirfarandi gátlista hjálpað til við að ekkert gleymist.