Umferð


Æfingaakstur
Við hvetjum þig til að nýta æfingaaksturstímann vel með barninu þínu. Sá tími er frábær viðbót við ökunámið og skilar án efa betri ökumönnum út í umferðina. Með vel nýttum æfingaaksturstíma hefur barn þitt meiri reynslu og færni þegar það fer að aka eitt og óstutt.
Áður en æfingaakstur hefst þarf barnið þitt að taka Ökuskóla 1 og ákveðinn fjölda tíma hjá ökukennara. Fyrsta skrefið er því að finna góðan ökukennara. Ekki þarf að tilkynna til VÍS um að æfingaakstur sé að fara fram.

Húsbílar
Allir vilja komast heilir heim úr húsbílaferðum sínum. Til að svo megi verða þurfa húsbílaeigendur að huga að forvörnunum áður en þeir leggja af stað og getur eftirfarandi gátlista hjálpað til við að ekkert gleymist.

Forvarnir og rafmagnshlaupahjól
Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafmagnshlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst. 14, 16 eða 18 ára ef hámarkshraði 25 km/klst. eða aldurstakmark út frá hæð notanda. Ekki er víst að allir foreldrar átti sig á þessum viðmiðum þar sem sjá má krakkar allt niður í átta ára, á hjólum með hámarkshraða 25 km/klst.
Á hjóli
Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.

Öruggur bíll
Reynslan sýnir okkur að því miður verða mörg slys og tjón í umferðinni á hverjum degi. Mörg þessara slysa verða vegna atriða sem er tiltölulega auðvelt að laga. Hér á eftir eru nokkur þeirra. Það væri frábært ef við öll hefðum þau að leiðarljósi með það að markmiði að koma í veg fyrir þessi slys.
Akstur
Umferðarreglur byggja á lögum og reglugerðum, sem geta tekið breytingum. Í ökunámi eru lögin og reglugerðirnar kenndar. Eftir það verður hver og einn að fylgjast með þeim breytingum sem verða.
Núgildandi umferðarlög nr, 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. Með umferðarlögunum eru ýmsar reglugerðir og má finna þær tengdar umferðarlögunum. Jafnframt er hægt að nálgast samantekt þeirra á vef Samgöngustofu. Upplýsingar um öll umferðarmerki má sjá á vef Vegagerðarinnar..