Hoppa yfir valmynd

Er kominn tími á uppfærslu?
Harpa 28. mars 2022 frá kl. 13-16

Forvarnaráðstefna VÍS er haldin árlega og býður VÍS viðskiptavinum og sérfræðingum í forvörnum fyrirtækja til hennar. Fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2010 og hefur skapað sér sess sem fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi.

Alvotech hlaut Forvarna­verð­laun VÍS 2022

Alvotech er fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum og öryggismálum. Því fylgir mikil ábyrgð að framleiða lyf og því eru öryggismál algjört forgangsatriði. Helsta áskorun fyrirtækisins í öryggismálum er ör vöxtur, fjölgun starfsstöðva og koma nýrra starfsmanna af ólíkum þjóðernum.

Með góðri skipulagningu, fræðslu og áherslu á mikilvægi stafrænna lausna í öryggismálum starfsmanna, s.s. aðgengi að atvikaskráningu, öryggisblöðum, öryggisfræðslu og þjálfunarefni, er Alvotech vel að þessum verðlaunum komið.

Alvotech hlaut Forvarnaverðlaun VÍS 2022

Ístak fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

Ístak er eitt þeirra fyrirtækja sem var tilnefnd til forvarnaverðlauna VÍS 2022 enda eru öryggismál starfsmanna og forvarnir til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu.

Starfsemi Ístaks spannar 50 ár en fyrirtækið er öflugt verktakafyrirtæki sem annast fjölbreytt verkefni á ýmsum sviðum frá byggingu íbúða til virkjana.

Ístak telur um 400 starfsmenn á alþjóðavísu þar sem stærsti hlutinn eða um 320 starfa á Íslandi en á Grænlandi starfa um 60-80 starfsmenn. Helsta áskorun fyrirtækisins í öryggismálum er þjálfun nýrra starfsmanna, vitund og þekking á helstu áhættum og verklag.

Við erum stolt af samstarfinu við Ístak og óskum starfsfólki fyrirtækisins innilega til hamingju með tilnefninguna!

Ístak fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Þúsund Fjalir fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

Þúsund Fjalir er eitt þriggja fyrirtækja sem hlýtur tilnefningu til forvarnaverðlauna VÍS 2022.

Þúsund Fjalir er verktakafyrirtæki sem sinnir útkallsþjónustu fyrir tryggingafélög, sveitafélög, sem og fyrirtæki einstaklinga. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sveina og meistara í húsasmíðum, pípulögnum, múrverki og húsamálun.

Helstu áherslur í öryggismálum fyrirtækisins eru persónuvarnir þeirra sem starfa á vettvangi ásamt fræðslu og þjálfun starfsmanna.

Hjá fyrirtækinu er stuðst við lean hugmyndafræðina sem hefur aukið upplýsingaflæði starfsmanna, auk þess sem innleiðingin hafði í för með sér gjörbyltingu á vinnuumhverfinu og umgengni þar sem hver hlutur á sinn stað og vinnuaðstaðan er vel merkt.

Við erum stolt af samstarfinu við Þúsund Fjalir og óskum starfsfólki fyrirtækisins innilega til hamingju með tilnefninguna!

Þúsund Fjalir fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum

Dagskrá

13:00

Setning forvarnaráðstefnu 2022

Helgi Bjarnason

Forstjóri VÍS

13:10

Eru engar fréttir góðar fréttir?

Guðmundur Ben. Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri umhverfis, heilsu og öryggismála hjá Tesla á Norðurlöndunum og Bretlandi

13:35

Hvernig fyrirbyggir maður atvik í íslenskum sjávarútvegi?

Björn Halldórsson

Öryggisstjóri hjá Þorbirni hf.

13:55

Hátækni vöruhús - Áskoranir í öryggismálum

Hallur Guðbjartur Hilmarsson

Öryggisstjóri hjá Innnes

14:15

Forvarnaverðlaun VÍS

Hafdís Hansdóttir

Framkvæmdastjóri þjónustu VÍS

14:30

Kaffihlé

14:50

Hverjar eru hætturnar þegar öllu er stjórnað af tölvum?

Ragnar Sigurðsson

Rannsóknar- og þróunarstjóri hjá AwareGO

15:15

Geta rafrænar lausnir fækkað slysum og aukið öryggi sjómanna?

Jón Pétursson

Rannsóknarstjóri sjósviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa

15:35

Hvað geta sveitarfélög gert? Forvarnastarf sveitarfélaga í eigin starfsemi og sem hvatning út í samfélagið

Björg Ágústsdóttir

Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar

16:00

Ráðstefnulok

Fundarstjóri

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir

Forstjóri Vinnueftirlitsins

Eru engar fréttir góðar fréttir?

Guðmundur Ben. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála hjá Tesla á Norðurlöndunum og Bretlandi
 • Hver er sýn Tesla á umhverfis-, heilsu- og öryggismál?
 • Hvernig byggir Tesla upp sitt innra kerfi í kringum atvikaskráningar?
 • Hvernig styður sú skráning við öryggismenningu Tesla.
Eru engar fréttir góðar fréttir?

Hvernig fyrir­byggir maður atvik í íslenskum sjáv­ar­út­vegi?

Björn Halldórsson, öryggisstjóri hjá Þorbirni
 • Björn fjallar um skipulag öryggis- og heilbrigðismála hjá útgerðarfélaginu Þorbirni í Grindavík.
 • Farið verður stuttlega yfir sögu fyrirtækisins og hvernig fyrirtækinu hefur tekist að halda aftur af slysum í starfseminni.
 • Björn hefur starfað sem öryggisstjóri hjá Þorbirni  í rúm fimm ár og á þeim tíma hefur slysum fækkað mikið en skráðum atvikum fjölgað umtalsvert.
Hvernig fyrirbyggir maður atvik í íslenskum sjávarútvegi?

Hátækni vöruhús – Áskor­anir í örygg­is­málum

Hallur Guðbjartur Hilmarsson, öryggisstjóri hjá Innnes
 • Bygging vöruhúss Innnes var stór og mikil áskorun.
 • Öryggismál voru höfð að leiðarljósi í öllu ferlinu frá byggingartíma til þess tíma er húsið var komið í notkun.
 • Merkingar, árekstravarnir, brunavarnir, vinna í hæð, fallvarnir, vinnuvernd, vélbúnaður og færibönd eru bara brot af þeim verkefnum sem Innnes fór lengra með en áhættumat og öryggisfræðsla segir til um.
Hátækni vöruhús – Áskoranir í öryggismálum

Hverjar eru hætt­urnar þegar öllu er stjórnað af tölvum?

Ragnar Sigurðsson, rannsóknar og þróunarstjóri hjá AwareGO
 • Þegar allar upplýsingar og stjórnkerfi eru komnar inn í nettengd kerfi verður allt bæði einfaldara og flóknara á sama tíma.
 • Stafrænar lausnir eru frábærar en þær bjóða líka upp á aukna áhættu. Vírusvarnir og eldveggir mega sín lítils ef kunnáttu og þekkingu starfsfólks er ábótavant.
Hverjar eru hætturnar þegar öllu er stjórnað af tölvum?

Geta rafrænar lausnir fækkað slysum og auki öryggi sjómanna?

Jón Pétursson, rannsóknarstjóri sjósviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa
 • Jón Pétursson mun kynna RNSA og hlutverk sjóslysasviðs sérstaklega.
 • Hann fer yfir hvernig staðið er að tilkynningum á slysum á sjómönnum. Í erindi hans verður því svarað hvernig hugbúnaðurinn Atvik-sjómenn geti nýst útgerðum og sjómönnum við að auka öryggi og forvarnir.
 • Hann fer að auki yfir hvernig upplýsingar og tölfræði geti gagnast við rannsóknir RNSA.
Geta rafrænar lausnir fækkað slysum og auki öryggi sjómanna?

Hvað geta sveit­ar­fé­lögin gert? - Forvarn­astarf sveit­ar­fé­laga í eigin starf­semi sem og hvatning út í samfé­lagið.

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
 • Í erindinu fjallar Björg um það hvernig Grundarfjarðarbær ákvað að það gæti „gert meira“ í sínum öryggismálum, um innleiðingu Grundarfjarðarbæjar á eigin eldvarnaeftirliti, öryggisnámskeiðum fyrir börn í vinnuskólum og fleira.
 • Enn fremur verður leitast svara við því hvernig öryggisstarf sveitarfélags geti haft áhrif út fyrir starfsemi þess sjálfs, þ.e. út í samfélagið?
Hvað geta sveitarfélögin gert? - Forvarnastarf sveitarfélaga í eigin starfsemi sem og hvatning út í samfélagið.