Hoppa yfir valmynd

Forvarnaþjónusta

Öllum fyrirtækjum býðst ákveðin forvarnaþjónusta í samræmi við umfang viðskipta. Viðskiptavinir fá aðgang að almennu forvarnafræðsluefni er lýtur að öryggi fyrirtækja og öllum býðst að taka þátt í árlegri Forvarnaráðstefnu VÍS.

Fyrirtækjum í langtímaviðskiptum er boðið upp á sérstaka vildarþjónustu forvarna. Reynslan sýnir að hún leiðir til raunverulegs árangurs við að fækka tjónum og slysum og um leið fjárhagslegs ávinnings fyrir fyrirtækin.

Stærri fyrirtækjum stendur til boða að fá starfsmann VÍS í heimsókn til að framkvæma stöðumat fyrirtækja. Það veitir stjórnendum góða sýn yfir stöðu öryggismála og forvarna í starfseminni.

Stöðumat fyrirtækja

Með stöðumati geta stærri fyrirtæki og fyrirtæki í áhættusömum rekstri séð hvar þau standa í öryggis- og forvarnamálum.

Fulltrúi VÍS kemur í vettvangsskoðun og tekur vinnustaðinn út í samvinnu við atvinnurekandann. Ákveðnir forvarnaþættir eins og öryggismál starfsmanna, innbrotsvarnir, brunavarnir og umgengnismál eru metnir með stöðluðum gátlista. Í kjölfarið fær fyrirtækið ákveðna forvarnaeinkunn ásamt yfirliti um stöðu þess í öryggis- og forvarnamálum og ef tækifæri eru til úrbóta er bent á þau.

Fá verð