Hoppa yfir valmynd

Íþróttir og áhugamál

Hvort sem þú stundar keppnisíþróttunderline eða hreyfir þig með einhverjum hætti þér til ánægju og heilsubótar vertu þá viss um að vera með þá tryggingavernd sem þú vilt hafa.

Almennt fellur slys á fólki undir frítímaslysatryggingu og tjón á búnaði undir innbústryggingu og innbúskaskótryggingu.

Láttu okkur vita ef þú lendir í slysi í frítíma þínum eða ef búnaðurinn þinn verður fyrir tjóni.

Ertu með rétta trygg­inga­vernd?

 • Frítímaslysatrygging bætir líkamstjón vegna slysa sem verða í frístundum, við heimilisstörf, í skóla eða við almennar íþróttaiðkanir. Börn í keppnisíþróttum falla líka undir frítímaslysatryggingu fjölskyldunnar til 16 ára aldurs. Frítímaslysatrygging er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar.
 • Slysatrygging hentar keppnisíþróttafólki sem er eldri en 16 ára og einnig þeim sem stunda áhættusöm áhugamál að staðaldri hér heima.
 • Ef þú ert með frítímaslysatryggingu getur þú í flestum tilfellum keypt verndina séráhætta til skamms tíma en hún veitir þér vernd á ferðalagi erlendis ef þú ert að fara að keppa í íþróttum eða ætlar til dæmis í köfun, fallhlífarstökk eða fjallgöngu í yfir 4000 metra hæð.
 • Atvinnurekendur eru skyldugir að slysatryggja starfsfólk sitt á vinnutíma. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef kjarasamningar segja til um það eða ef atvinnurekendur hafa keypt frítímavernd sem er valfrjáls vernd í slysatryggingu launþega.
 • Ef þú ert með frítímaslysatryggingu, slysatryggingu og slysatryggingu launþega með frítímavernd, þá greiðast samanlagðar bætur úr þeim tryggingum lendir þú í bótaskyldu slysi. Bótafjárhæðir eru skattfrjálsar ef um örorkubætur er að ræða.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Ertu með rétta tryggingavernd?

Er búnað­urinn rétt tryggður?

 • Ýmis búnaður sem tengist áhugamálum er almennt flokkaður sem innbú. Það á þó ekki við um ýmis torfærutæki sem tryggja þarf með lögboðinni ábyrgðartryggingu.
 • Innbústrygging nær yfir tjón á innbúi vegna bruna, þjófnaðar og vatns. Innbústrygging er innifalin í öllum F plús fjölskyldutryggingunum okkar.
 • Innbúskaskótrygging nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Innbúskaskó er innifalin í F plús 4 og valkvæð í F plús 1, 2 og 3. Munur er á bótafjárhæðum, upphæð eigin áhættu og hversu víðtæk verndin er eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
 • Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta staka muni. Trygg­ing­in bæt­ir tjón af völd­um bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatns­tjóna, óveðurs, inn­brota og ráns. Lausafjártrygging hentar sem viðbót við F plús þegar að heildarverðmæti sérstakra muna fer yfir hámarksbótafjárhæðir eða ef þú vilt tryggja einstaka verðmæta muni en ert ekki með F plús.
 • Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjón­um sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan munirnir eru í umsjá þinni.
 • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.

Þú getur séð hvaða tryggingar þú ert með á tryggingayfirliti þínu.

TryggingayfirlitTilkynna tjón
Er búnaðurinn rétt tryggður?

Algengar spurningar

Er fjölskyldan slysatryggð við iðkun íþrótta?
Ég braut tönn við iðkun íþróttar, er tjónið bætt?
Skíðunum mínum var stolið fyrir utan skíðaskálann, er tjónið bætt?
Er nóg að senda mynd af því sem ég vil tryggja í lausafjártryggingu og víðtækri eignatryggingu?
Tekur lausafjártrygging ekki á tjóni á búnaði þegar ég er að nota hann?
Við erum sex manna skíðafjölskylda og eigum öll topp búnað. Er búnaðurinn okkar tryggður í fjölskyldutryggingunni okkar?
Slys á hjóli, í keppni í götuhjólreiðum eða í fjallahjólakeppni
Hvar sé ég bótafjárhæðir?
Hvar sé ég upphæðir eigin áhættu?
Forvarnir
Frítími

Vetrarsport

Til að stuðla að heil­brigði er reglu­leg hreyf­ing nauðsyn­leg og er úr nægu að velja. Vinsældir vetrarsports er sífellt að aukast og partur af tilverunni hjá mörgum yfir vetrartímann er að skella sér á svigskíði, gönguskíði og skauta.
Lesa meira