Ferðatryggingar
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.
Nánari upplýsingar um ferðatryggingar
- Ferðatryggingar kreditkorta innihalda almennar ferðatryggingar en bótasvið þeirra og gildistími er mismunandi eftir tegundum korta. VÍS er tryggingafélag kreditkorta Íslandsbanka, kreditkorta Sparisjóðanna og léttkorts Símans Pay.
- Ferðatrygging heimilistryggingar er víðtæk ferðatrygging sem gildir í 92 daga. Hún býður upp á ýmsar viðbætur eins og framlengingu á gildistíma og vernd ef þú ætlar að stunda áhættusamar tómstundir eða keppa í íþróttum erlendis.
- Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef hámarksbótafjárhæð er náð í annarri tryggingunni þá tekur hin tryggingin við ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
- Ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma ferðatrygginga bendum við þér á sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
- Þegar þú ferðast í löndum EES, Bretlandi og Sviss átt þú rétt á þjónustu sjúkrahúsa innan almenna heilbrigðiskerfisins ef þú framvísar Evrópska sjúkratryggingarkortinu.
Við óskum þér og þínum góðrar ferðar.
Staðfesting ferðatryggingar
Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingar. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.
Sendiráð, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem skipuleggja hópferðir geta einnig óskað eftir því að fá ferðatryggingar þínar staðfestar áður en ferðalag hefst.