Hoppa yfir valmynd

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag?underlineHvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér. Það er mjög misjafnt hversu mikla vernd viðskiptavinir okkar kjósa að hafa enda er tilgangur ferðalaganna misjafn.

Þú getur einungis keypt ferðatryggingu F plús ef þú ert með F plús fjölskyldutryggingu.

  • Ef þú vilt kaupa fjölskyldutryggingu F plús og ferðatryggingu F plús smellir þú á Fá tilboð takkann og velur flokkinn Fjölskylda og innbú.
  • Ef þú ert nú þegar með fjölskyldutryggingu F plús og vilt bæta ferðatryggingu F plús við þá er auðveldast að senda okkur tölvupóst á vis@vis.is.

Við mælum með að þú kíkir á spurningasafnið okkar en þar finnur þú svör við mörgum áhugaverðum spurningum. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.

Nánari upplýs­ingar um ferða­trygg­ingar

  • Ferðatryggingar kreditkorta innihalda almennar ferðatryggingar en bótasvið þeirra og gildistími er mismunandi eftir tegundum korta. VÍS er tryggingafélag kreditkorta Íslandsbanka og kreditkorta Sparisjóðanna.
  • Ferðatrygging F plús er víðtæk ferðatrygging sem gildir í 92 daga. Hún býður upp á ýmsar viðbætur eins og framlengingu á gildistíma og vernd ef þú ætlar að stunda áhættusamar tómstundir eða keppa í íþróttum erlendis.
  • Helsti kostur þess að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og Ferðatryggingu F plús er sá að ef til tjóns kemur eru bótafjárhæðir trygginganna lagðar saman í flestum bótaþáttum sem kemur sér vel ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
  • Ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma ferðatrygginga bendum við þér á Sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
  • Þegar þú ferðast í lönd­um EES og Sviss átt þú rétt á þjón­ustu sjúkra­húsa inn­an al­menna heil­brigðis­kerf­is­ins ef þú framvísar Evr­ópska sjúkra­trygg­ing­ar­kortinu.

Við óskum þér og þínum góðrar ferðar.

Nánari upplýsingar um ferðatryggingar

Stað­festing ferða­trygg­ingar

Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingar. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.

Sendiráð, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem skipuleggja hópferðir geta einnig óskað eftir því að fá ferðatryggingar þínar staðfestar áður en ferðalag hefst.

Sækja staðfestinguNánari upplýsingar
Staðfesting ferðatryggingar

Ef þú ert með ferðatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Sjá nánar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Sjá nánar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Sjá nánar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Sjá nánar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Sjá nánar