Hoppa yfir valmynd
Viðskiptavinir okkar eru að meðaltali búnir að vera hjá okkur í 14 ár!

Allar einstak­lings­trygg­ingar

Hér sérðu yfirlit yfir allar einstaklingstryggingarnar okkar. Mættu því óvænta af öryggi!

Ökuvísir

Ökuvísir er byltingakennd nýjung í ökutækjatryggingum. Ökuvísir er app sem inniheldur lögboðna ábyrgðartryggingu og bílrúðutryggingu og þú getur einnig bætt við kaskótryggingu. Þú stjórnar verðinu, því betur sem þú keyrir, því minna borgar þú.

F plús fjöl­skyldu­trygg­ingar

Þar sem engar tvær fjölskyldur eru eins þá getur þú valið úr fjórum F plús tryggingum auk þess sem þú getur bætt við stökum tryggingum svo þið séuð vel tryggð.

Húseig­enda­trygging

Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Líf - og sjúk­dóma­trygging

Líf- og sjúkdómatryggingar tryggja þér og þínum nánustu fjárhagslegt öryggi ef hið óvænta gerist.

Dýra­trygg­ingar

Við höfum mikla reynslu af því að tryggja dýr og bjóðum upp á margar útfærslur á dýratryggingum fyrir hesta, hunda og ketti sem þú getur sett saman eftir þínum þörfum.

Fyrirtækin sem við tryggjum eru að meðaltali búin að vera hjá okkur í 11 ár!

Allar fyrir­tækja­trygg­ingar

Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.

Grunn­trygg­ingar fyrir fyrir­tæki

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu að lágmarki með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu. Þú getur sótt um allar þessar tryggingar í einni umsókn hér.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Rekstrarstöðvunartrygging bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Vinnu­véla­trygging

Vinnuvélatrygging tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Flutn­ings­trygg­ingar A

Flutningstrygging er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.

Barnafjölskyldur velja, í 64% tilfella, F plús 3 trygginguna okkar.

Yfirlit lífs­við­burða

Á vissum tímamótum í lífi þínu er skynsamlegt að þú hugir að tryggingavernd þinni og fjölskyldu þinnar. Hér höfum við tekið saman helstu lífsviðburði sem geta haft áhrif á það hvaða tryggingar þú þarft.

Eignast barn

Við mælum með því að þú skoðir kaup á nokkrum tryggingum sem tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldu þinnar ef hið óvænta gerist.

Kaupa fast­eign

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að passa upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Veikjast eða slasast

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi. Staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum.

Flytja erlendis og aftur heim

Við flutninga erlendis er skynsamlegt að skoða kaup á tryggingum eins og flutningstryggingum og sjúkrakostnaðartryggingu.

Fara á eftir­laun

Þörfin fyrir tryggingar getur breyst eftir því sem þú verður eldri og aðstæður þínar breytast.

Þegar þér hentar

Náðu í VÍS appið eða skráðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum.

Við höfum tekið saman leiðbeiningar um hvernig þú innskráir þig. Þar finnur þú einnig stutt og skýr kennslumyndbönd til þess að hjálpa þér af stað.

Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.

Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 - 16:00 og föstudaga frá kl. 10:00 - 15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo getur þú sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

VÍS appiðInnskráning
Þegar þér hentar
Fréttir
Almennt28.03.2023

Snjóflóð á Austurlandi

Hugur okkar er hjá Austfirðingum sem eru að upplifa erfiða tíma vegna snjóflóða og snjóflóðahættu þessa dagana.

Við höfum tekið saman upplýsingar fyrir þau sem hafa orðið fyrir tjóni og veitum alla þá aðstoð sem við getum.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst.

Almennt17.03.2023

Úthlutað úr Nýsköpunarsjóði VÍS

Fjölmargar umsóknir bárust Nýsköpunarsjóði okkar fyrir árið 2023 en úthlutað var úr sjóðnum 16. mars. Öllum umsækjendum hefur verið svarað en eftirfarandi verkefni fengu styrk.

Almennt16.03.2023

Niðurstaða aðalfundar VÍS 2023

Aðalfundur VÍS var haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 16. mars 2023. Auk þess var gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.

Almennt14.03.2023

Aðalfundur VÍS 2023

Aðalfundur VÍS verður haldinn fimmtudaginn 16. mars kl. 16:00.

Almennt10.03.2023

Ársskýrsla VÍS 2022

Ársskýrsla VÍS fyrir árið 2022 er komin út. Ársskýrslan inniheldur einnig sjálfbærniuppgjör ársins.

Almennt24.02.2023

Guðný Helga ráðin forstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur í starf forstjóra VÍS — en hún hefur verið starfandi forstjóri síðan 10. janúar sl.

Forvarnir21.02.2023

Tryggjum sýnileika furðuvera á öskudaginn

Mörg börn leggja mikinn metnað í búninga og lagaval á öskudaginn. Með það veganesti þramma þau á milli fyrirtækja og jafnvel heimila, syngja og fá nammi eða annan glaðning að launum.

Fjárfestar15.02.2023

Viðræður um sameiningu VÍS og Fossa fjárfestingarbanka

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Félögin telja að fyrirhuguð sameining muni styrkja þau til sóknar á spennandi tímum á fjármálamarkaði.

Forvarnir14.02.2023

Fæðingargjöf

Við vitum að það er fátt sem breytir lífi viðskiptavina okkar eins mikið og koma nýs barns. Þetta nýja líf hefur í för með sér nýjar tilfinningar, falleg augnablik og áskoranir.

Forvarnir14.02.2023

Sleppum því að hamstra!

Töluvert hefur verið um að einstaklingar séu að hamstra varabyrgðir af eldsneyti með því að setja á brúsa og í önnur ílát. Við hvetjum alla til að láta það duga að fylla á bílinn en ekki setja á brúsa og geyma þá í bílnum eða heima.