Þegar þér hentar
Skráðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum.
Við höfum tekið saman leiðbeiningar um hvernig þú innskráir þig. Þar finnur þú einnig stutt og skýr kennslumyndbönd til þess að hjálpa þér af stað.
Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.
Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar alla virka daga frá kl. 12:00-15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo getur þú sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

Tryggingar fyrir fyrirtæki
Er reksturinn vel tryggður? Við vitum að allt getur gerst og margt getur ógnað rekstraröryggi fyrirtækja. Tryggingar eru því nauðsynleg vernd þegar óvænt áföll dynja yfir.
Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.
Ráðgjafar okkar eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu.

Ársskýrsla VÍS 2021
Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir vegna heimsfaraldursins náðum við góðum árangri á árinu 2021. Í upphafi árs kynntum við til sögunnar Ökuvísi sem er byltingarkennd nýjung á íslenskum tryggingamarkaði. Markmiðið er að fækka bílslysum hér á landi. Við erum því stolt af því að hafa hlotið alþjóðleg nýsköpunarverðlaun fyrir Ökuvísi. Svo náðum við að útrýma launamun kynjanna hjá félaginu sem er mikilvægur áfangi fyrir okkur.
Metár var í afkomu VÍS á síðasta ári en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%. Þróun á eignamörkuðum hagstæð á síðasta ári — en árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá allra besti frá skráningu félagsins.
Árið 2021 var því frábært ár í starfsemi VÍS.
