Hoppa yfir valmynd

Þegar þér hentar

Skráðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum.

Við höfum tekið saman leiðbeiningar um hvernig þú innskráir þig. Þar finnur þú einnig stutt og skýr kennslumyndbönd til þess að hjálpa þér af stað.

Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.

Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar alla virka daga frá kl. 12:00-15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo getur þú sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.

InnskráningInnskráning - Leiðbeiningar
Þegar þér hentar

Ökuvísir - keyrir upp gleðina

Ökuvísir er byltingakennd nýjung í ökutækjatryggingum þar sem þú stjórnar verðinu. Því betur sem þú keyrir, því minna borgar þú. Trúir þú því ekki? Ekkert mál, prófaðu appið í 14 daga áður en þú ákveður þig.

Kynntu þér Ökuvísi
Ökuvísir - keyrir upp gleðina

Trygg­ingar fyrir fyrir­tæki

Er reksturinn vel tryggður? Við vitum að allt getur gerst og margt getur ógnað rekstraröryggi fyrirtækja. Tryggingar eru því nauðsynleg vernd þegar óvænt áföll dynja yfir.

Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.

Ráðgjafar okkar eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu.

Skoða tryggingar fyrir fyrirtæki
Tryggingar fyrir fyrirtæki

Nýsköp­un­ar­sjóður VÍS

  • Úthlutað er einu sinni á ári til verkefna sem falla undir nýsköpun og þróun stafrænna forvarnaverkefna.
  • Samtals 10 milljónir til úthlutunar.
  • Eitt til fimm verkefni fá úthlutað úr sjóðnum.
  • Styrktarnefnd VÍS, ásamt sérfræðingum í nýsköpun, fara yfir innsendar umsóknir.
  • Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi þátta: nýsköpunar, forvarna, stafrænnar nálgunar og sjálfbærni.
  • Úthlutað verður þann 24. janúar 2022.
  • Umsóknir þurfa að berast á netfangið nyskopun@vis.is fyrir 10. janúar 2022 með upplýsingum um verkefnið, kostnað, tímaáætlun og tengilið.
Senda inn umsókn
Nýsköpunarsjóður VÍS
Fréttir

Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2021

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var staðfestur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 21. október 2021.  

Lesa meira

Ingibjörg Ásdís nýr markaðsstjóri VÍS

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. 

Lesa meira

VÍS hlýtur Jafnvægisvog FKA

Við erum stolt af því að hafa hlotið Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í þriðja sinn á dögunum.

Lesa meira

Ertu nokkuð á skautum?

Það er ekki hressandi að lenda í því að skauta áfram á lélegum dekkjum þegar vetur konungur bankar upp á með snjó og hálku. Við getum aldrei verið alveg viss hvenær það gerist og þá er gott að vera undirbúin.

Lesa meira

Er slotið klárt fyrir veturinn?

Flestir tengja altjón á sumarhúsi við bruna en það getur líka gerst þegar vatn lekur. Sér í lagi ef einhver tími líður frá því að byrjar að leka og þar til lekinn uppgötvast. Því miður hefur orðið aukning á alvarlegum vatnstjónum hjá okkur síðustu þrjú ár. Algengustu orsakirnar eru þegar frýs í lögnum eða þegar tengingar við vatnstengd tæki gefa sig. Til að koma í veg fyrir slík tjón eru forvarnir gríðarlega mikilvægar og hvetjum við þig til að huga að þeim.

Lesa meira

Svart sýnileikamerki ranglega merkt

Undanfarið höfum við verið með svart merki sem líma má á fatnað, töskur, hjól eða aðra staði sem henta til að auka sýnileika í myrkri. Umbúðir merkisins hafa fram til þessa verið ranglega CE merktar frá framleiðanda en merkið sjálft er í lagi. Búið er að afmá CE merkinguna af þeim umbúðum sem eftir eru. Merkið uppfyllir ekki EN 13356 endurskinsstaðalinn og því mega umbúðirnar ekki bera CE merkið. Þetta svarta merki hefur 30% minni sýnileika en svipað merki sem við erum með og er grátt sem uppfyllir endurskinsstaðalinn. En þar sem við viljum að allir geti látið öryggi passa þá getur það hentað þeim sem vilja láta lítið bera á merkinu t.d. á svartri flík sinni.

Lesa meira

Ánægðari viðskiptavinir

Ánægja viðskiptavina okkar staðfestir að við séum á réttri leið og veitir okkur byr undir báða vængi.

Lesa meira

Skólabörn á ferð og flugi

Þar sem skólastarf er hafið og umferð víða að þyngjast hvetjum við ökumenn til að sýna tillitssemi og fara að öllu með gát, sérstaklega í og við skólalóðir.

Lesa meira

Uppgjör annars ársfjórðungs 2021

VÍS birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða fimmtudaginn 19. ágúst.

Lesa meira

Þér kann að vera hætta búin

Notkun svefn- og slævandi lyfja er talsvert mikil hér á landi og talið er að yfir 30.000 einstaklingar fái ávísað slíkum lyfjum árlega.

Lesa meira
,