Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Flóð

Á hverju ári verða flóð hér á landi. Mis­mun­andi er hvort um ræðir snjó-, sjáv­ar- eða aur­flóð. Mik­il­vægt er að hver og einn sé meðvitaður um um hætt­urn­ar á flóðum og leiti upp­lýs­inga um mögu­leika á þeim eft­ir veðurfari sem verið hef­ur eða er spáð.

Snjóflóð

Veður­stofa Íslands fylg­ist með snjóflóðahættu í byggð. Á heimasíðu Veður­stof­unn­ar má sjá upp­lýs­ing­ar um snjóflóðahættu og snjóflóðahættumat. Mik­il­vægt er að hver og einn kynni sér hvort hann sé á snjóflóðasvæði eða ekki. Ef lög­reglu­stjóri gef­ur út fyr­ir­mæli um rým­ingu ber öll­um að fara eft­ir þeim.

Heim­ilið
Ef ekki er hægt að yf­ir­gefa hættu­svæði er best að halda sig inn­an­dyra, þeim meg­in sem snýr frá fjalls­hlíðinni. Loka öll­um hurðum, líka milli­h­urðum og setja hlera fyr­ir glugga.

Viðbrögð ef lent er í snjóflóði

  • Reyna að halda sér upp úr flóðinu með því að taka sund­tök. Ef það er ekki hægt halda þá fyr­ir vit sín.
  • Þegar snjóflóð stöðvast skal hreyfa sig eft­ir fremsta megni til að búa til rými fyr­ir önd­un.
  • Ekki kalla eft­ir hjálp fyrr en heyr­ist í björg­un­ar­fólki.
  • Trú á hjálp eyk­ur lífs­lík­ur.

Sjáv­ar­flóð

Í mikl­um stormi eða stórviðri er mik­il­vægt fyr­ir þá sem búa við sjáv­ar­síðuna að fylgj­ast með sjáv­ar­hæð til að geta brugðist við ef þörf kref­ur. Veður­stofa Íslands birt­ir viðvar­an­ir um slík­ar aðstæður á vef sín­um.

  • Huga þarf sérstaklega að bátum við bryggju og öllu lausafé á og við bryggjuna.
  • Í húsnæði sem er nálægt sjó er gott að setja tappa í öll niðurföll og hlera fyrir glugga sem snúa út að sjó.

Aur­flóð og skriður

Í miklu vatns­veðri get­ur verið hætta á aur­flóðum og skriðum úr brött­um hlíðum. Ef ekki er hægt að yf­ir­gefa hættu­svæði er best að halda sig inn­an­dyra og halda sig þeim meg­in sem snýr frá fjalls­hlíðinni. Loka öll­um hurðum, líka milli­h­urðum og setja hlera fyr­ir glugga.