Algengar spurningar
Hér er yfirlit yfir helstu spurningar sem við fáum varðandi tryggingar og svör við þeim. Sé ósamræmi á milli skilmála og þeirra upplýsinga sem koma fyrir hér að neðan þá gilda skilmálarnir.
Við erum til taks í síma og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst á vis@vis.is og við svörum eins fljótt og auðið er.
Ef þú innskráir þig á vefinn okkar getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum. Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.