Eldingar
Eldingar eru ekki tíðar hér á landi miðað við mörg nágrannalönd okkar. Hér verða þær aðallega samhliða þrumuveðri eða eldgosum. En þegar þær koma er samt full ástæða til að hafa varann á og fylgja varúðarleiðbeiningum.

Utandyra
- Ef eldingar eru í tengslum við gos farðu ekki nærri eldstöðvum.
- Forðastu raflínur, málmhluti, stór tré og tæki.
- Forðastu hæðir í landslagi, vötn, ár og læki.
- Leitaðu skjóls í byggingum og bílum.
Innandyra
- Forðastu að nota síma.
- Taktu öll rafmagnstæki úr sambandi.
- Forðastu að nota vatn.
- Haltu þig fjarri lagnakerfum.