Hoppa yfir valmynd

Bílahjálp VÍS

Viðskiptavinir okkar sem eru í brons, silfur, gull eða demants vildarþrepi geta fengið aðstoð hjá Bílahjálp VÍS fyrir fólksbílinn sinn í síma 560 5000.

Þú getur séð upplýsingar um stöðu þína í vildarkerfi VÍS í VÍS appinu.

Hringdu í Bílahjálp VÍS ef:

 • Rafgeymirinn er dauður og þú þarft aðstoð við að fá start.
 • Þú þarft aðstoð við að skipta um sprungið dekk.
 • Þú þarft aðstoð vegna þess að bíllinn er bensínlaus.
 • Þú þarft aðstoð við að loka þaklúgu.
 • Þú þarft aðstoð við að loka hliðar- eða afturrúðu.
 • Þú þarft aðstoð við að opna frosnar hurðir eða læsingar.
 • Bíllinn þinn er læstur og þú kemst ekki inn í hann.

Bíla­hjálp VÍS býðst á stofn­veg­um, tengi­veg­um, héraðsveg­um og sveit­ar­fé­lags­veg­um. Þjón­ust­an er ekki í boði á há­lend­inu.

Krók­ur er þjón­ustuaðili Bíla­hjálp­ar VÍS. Þú get­ur leitað aðstoðar hjá Bíla­hjálp VÍS þris­var sinn­um á ári. Eft­ir þrjú skipti greiðist kostnaðar­verð sam­kvæmt gjaldskrá Króks.

Nánar um Bílahjálp VÍS

 • Aðstoð er einungis fyrir fólksbíla í einkanotkun, undir 3,5 tonnum að þyngd og/eða styttri en sjö metrar.
 • Ef aðstoð á staðnum dugar ekki til að leysa vandann er hægt að fá dráttarbíl frá Króki til að fara með bílinn á næsta verkstæði gegn gjaldi. Viðskiptavinir VÍS fá afslátt af gjaldskrá Króks ef bíllinn er 14 ára eða yngri.
 • Full gjaldskrá Króks gildir ef flytja þarf fólksbíla sem eru 15 ára og eldri á verkstæði.
 • Ef Krókur þarf að aka meira en 100 km. fram og til baka vegna aðstoðar gildir full gjaldskrá Króks vegna aksturs umfram 100 km.
 • Aðstoð við að opna læsta bíla gildir á þéttbýlisstöðum frá Akranesi um höfuðborgasvæðið og Suðurnes og til Selfoss. Gildir einnig á Akureyri.
 • Dagtaxti gildir virka daga frá kl. 08:00-17:00.
 • Næturvinna og frídagar: Gildir alla virka daga frá kl. 17:00-08:00 sem og allan sólarhringinn laugardaga og sunnudaga sem og helgidaga.
 • Sjá nán­ari upp­lýs­ing­ar í þjón­ustu­skil­mála.

Símanúmer

560 5000

OPNUNARTÍMI

Alltaf opið

Hvað kostar að notfæra sér þjónustu Bílahjálpar VÍS?

ÞjónustaDagtaxtiNæturvinna og frídagar
SímaaðstoðÓkeypisÓkeypis
Aðstoð á staðnum
ÞéttbýlisaðstoðÓkeypisÓkeypis
Verð pr. kílómetra fyrir utan þéttbýli200 kr.210 kr.
Flutningur á verkstæði
Þéttbýli6.250 kr.11.250 kr.
Verð pr. kílómetra fyrir utan þéttbýli200 kr.210 kr.