Hoppa yfir valmynd

Mannauður

VÍS er framúrskarandi vinnustaðurunderlinemeð einstaka vinnustaðamenningu. Við erum fyrirmyndarfyrirtæki og leggjum áherslu á jafnrétti. Við sköpum tækifæri fyrir starfsfólkið okkar til þess að vaxa og dafna - í lífi og starfi.

Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki. Við viljum breyta hvernig tryggingar virka og með því fækka slysum. Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að hún er framtíðin.

Starfs­um­hverfi

  • Samgöngur. Við látum okkur umhverfið varða, því bjóðum við Samgöngusamning fyrir starfsmenn sem ferðast á vistvænan máta.
  • Heilsa. Við vitum hvað heilsan okkar er dýrmæt, því bjóðum við upp á niðurgreiðslu á líkamsrækt. Þá tökum við virkan þátt í Lífshlaupinu og hjólað í vinnuna.
  • Matur. Við vitum hvað næring er mikilvæg og því hafa starfsmenn okkar aðgengi að hollum og heitum mat í hádeginu. Við erum með framúrskarandi mötuneyti sem skorar hátt í ánægju ár eftir ár.
  • Skemmtun. Öflugt starfsmannafélag STAVÍS stendur fyrir margvíslegum uppákomum ásamt því að reka sumarhús félagsins. Þá eru einnig starfræktir klúbbar og er þar stærstur golfklúbburinn okkar.
Starfsumhverfi