Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Bifhjól

Oft er talað um bifhjólafólk sem óvarða vegfarendur þar sem þeir hafa ekki það öryggi sem farþegarými bíls veitir. Í bifhjólaslysum eru því þó nokkrar líkur á alvarlegum meiðslum sér í lagi ef hraði er mikill. Slysarannsóknir sýna að einn af orsakaþáttum slysa er að aðrir vegfarendur átta sig ekki á hraða og fjarlægð mótorhjóls. Það er því mikilvægt að allir temji sér að líta tvisvar og gefa stefnuljós tímalega.

Hlífðarfatnaður mikilvægur

Góður vandaður hlífðarfatnaður hef­ur margsannað gildi sitt á bif­hjól­um. Ein­stak­ling­ur sem dett­ur á hjóli er mun líklegri á að slasast ef hann er ekki í góðum hlífðarfatnaði með inn­byggðum hlíf­um eða sér hlíf­um.

Úr vöndu er að velja en sam­kvæmt Sam­göngu­stofu þá á hlífðarbúnaður bif­hjóla að vera CE merkt­ur og uppfylla eft­ir­far­andi staðla eða sam­bæri­lega:

  • Stígvél - CE EN 13634
  • Jakkar, buxur og samfestingar - CE EN 13595
  • Bakhlífar - CE EN 1621
  • Hanskar - CE EN 13594
  • Hlífðargleraugu - CE EN 1938

Göngu­skór, íþrótta­skór og mokkasí­ur eru ekki góðir skór á hjóli. Velja þarf stífa leður­skó með inn­byggðum hlíf­um sem upp­fylla CE EN 13634 staðal­inn.

Mikilvægt er að velja fatnað sem er í áber­andi lit­um. Ef þess er ekki kost­ur er vesti í skær­um lit mikið ör­yggis­atriði þar sem bif­hjóla­maður í slíku vesti sést mun fyrr og bet­ur en dökkklæddur ein­stak­ling­ur.

Hjálm­ur ver það mikilvægasta

Hjálmurinn er líklega sá öryggisbúnaður sem fæst bifhjólafólk sleppir. Mik­il­vægt er að vanda val hans vel og vera viss um að hann upp­fylli ECE 22.05 staðalinn. Nauðsynlegt er að máta hjálm áður en fjárfest er í honum þar sem hjálm­ur sem passar ekki veit­ir falska vernd. Líf­tími hjálma er yf­ir­leitt um fimm ár svo framar­lega sem hann hafi ekki orðið fyr­ir tjóni.

Góð um­ferðar­hegðun gulls ígildi

Gott er að ganga út frá því sem ökumaður bif­hjóls að enginn gæti manns betur en maður sjálfur. Ekki borgar sig að treysta um of á aðra öku­menn í um­ferðinni held­ur gefa frek­ar eft­ir rétt­inn. Jafn­framt er um­ferðar­hegðunin „líttu tvisvar“ gulls í gildi, sama hver ­ferðamátinn er.

Mis­fell­ur á veg­um, vind­ur, hópakst­ur og rétt­ur um­ferðar­hraði er eitt­hvað sem hefur áhrif á öryggi. Hópakst­ur eyk­ur sýni­leika en mis­fell­ur og vind­ur get­ur orðið til þess að ökumaður missi stjórn á hjól­inu. Of mik­ill hraði eyk­ur svo lík­ur á slys­um til muna. Eins sýna slysa­töl­ur það að þeir sem eru á láns­hjól­um lenda frek­ar í slys­um en aðrir.  

Hjólið verður að vera í lagi

Það að tryggja að dekkin, brems­ur og ljós séu í lagi auka öryggið til muna. Það getur verið of seint að laga bremsurnar eftir næstu ferð.

Ökuréttindi tekin í ökuskóla

Öku­nám fyr­ir bif­hjóla­próf er í hönd­um öku­kenn­ara og öku­skóla. Bif­hjóla­prófin skipt­ast niður í fjóra flokka sem eru A, A1, A2 og M. Æskilegt er að öku­nemi öðlist rétt­indi fyr­ir B flokk öku­náms, sem er hið hefðbundna bíl­próf á fólks­bíl, áður en hann hef­ur nám fyr­ir flokk A. Hér má sjá nám­skrá fyr­ir bif­hjóla­rétt­indi.