Líf- og heilsutryggingar
Öll getum við lent í þeim aðstæðum að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi.
Með líf- og heilsutryggingum dregur þú úr fjárhagslegum afleiðingum heilsutjóns þar sem almannatryggingar, lífeyris- og sjúkrasjóðir bæta ekki tekjutap að fullu.
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum.
Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.
Barnatrygging
Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns.
Slysatrygging
Tryggir þér bætur vegna varanlegrar læknisfræðilegrar örorku og tannbrota.
Sjúkratrygging
Tryggir þér bætur ef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða tímabundins missis starfsorku.
Sjúkrakostnaðartrygging innanlands
Ertu að flytja lögheimili þitt til landsins eða koma tímabundið vegna vinnu? Þá þarftu vernd þar til þú öðlast réttindi Sjúkratrygginga Íslands.
Sjúkrakostnaðartrygging erlendis
Góð trygging ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma almennra ferðatrygginga án þess að flytja lögheimili þitt frá Íslandi.
Sjúkdómatrygging
Tryggir þér meira fjárhagslegt öryggi á meðan þú einbeitir þér að heilsunni.