Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Vespur eða létt bifhjól í flokki I

Vespur eða létt bifhjól í flokki I eru þægilegur ferðamáti sem margir nýta sér, sér í lagi þeir yngri. Ákveðnar reglur gilda um ferðamátann sem mikilvægt er að þekkja.

 • Ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri.
 • Ökuréttinda er ekki krafist.
 • Hjólin eru skráningar- og skoðunarskyld, þ.e. við nýskráningu og eigendaskipti.
 • Skylt er að vera með hjálm.
 • Aka má á götum en mælt er með að aka á göngustígum, hjólastígum eða gangstétt og taka þar fullt tillit til annarra vegfaranda.
 • 20 ára og eldri mega gefa far og verður hjólið þá að vera gert fyrir farþega.
 • Ekki má rjúfa innsigli svo hægt sé að keyra hraðar en 25 km/klst. Ef það er gert tilheyrir hjólið ekki lengur viðkomandi flokki og verður þá að taka próf og tryggja hjólið.
 • Nánari upplýsingar er að finna í fræðslumyndbandi Samgöngustofu.

Tryggingar

Hjá okkur falla vespur, eða létt bifhjól í flokki I, undir F plús og heimilistryggingu. Tryggingin tekur á eftirfarandi:

 • Slysum á einstaklingum sem falla undir viðkomandi F plús tryggingu eða heimilistryggingu. Slysatryggingin gildir ekki um aðra sem eru á hjólinu sama hvort viðkomandi er ökumaður eða farþegi.
 • Skaðabótaskyldum tjónum sem ökumaður veldur öðrum.
 • Þjófnaði á læstri vespu.
 • Tjóni á vespu.

Eins og í öðrum tjónum er hægt að skerða bætur ef ökumaður sýnir stórkostlegt gáleysi.