Hoppa yfir valmynd

Forvarna­ráð­stefna VÍS 2023

Hvernig mætum við því óvænta — af öryggi?underline Harpa 8. febrúar frá kl. 13-16.

Forvarnaráðstefna VÍS er haldin árlega en á ráðstefnunni er fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum.

Ráðstefnan hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi.

Skráning

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á öryggismálum fyrirtækja að mæta.
Starfsmönnum fyrirtækja sem eru í viðskiptum hjá VÍS er boðið á ráðstefnuna

Sterk örygg­is­menning - í hverju felst hún? Námskeið á vegum Prevent

Þann 9. febrúar mun Marc De Greef, einn af fyrirlesurum á ráðstefnunni, halda námskeið í húsakynnum VÍS þar sem fjallað verður um öryggismenningu.

  • Námskeiðið verður haldið tvisvar sinnum fimmtudaginn 9. febrúar 2023 á Hilton hóteli annarri hæð sal G.
  • Fyrra námskeiðið verður frá 09:00–12:00 og seinna námskeiðið frá 13:00–16:00.
  • Hámarksfjöldi í hvorn hóp er 20 einstaklingar.
  • Verð er 56.000 kr. en viðskiptavinir VÍS fá 25% afslátt og greiða 42.000 kr.
  • Skráning með upplýsingum um nafn þátttakanda og kennitölu greiðandi og nánari fyrirspurnir sendist á netfangið lovisao@vis.is fyrir mánudaginn 30. janúar 2023.
Sjá nánari upplýsingar
Sterk öryggismenning - í hverju felst hún? Námskeið á vegum Prevent

Dagskrá

13:00

Setning Forvarnaráðstefnu 2023

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS

13:15

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfsmanna með breyttri öryggismenningu?

Marc De Greef

Framkvæmdastjóri Prevent í Brussel

13:40

Hvað einkennir árangursríkar forvarnir?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ríkislögreglustjóri

14:05

Forvarnaverðlaun VÍS

Guðmundur Ólafsson

Forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS

14:20

Kaffi

14:45

Hvernig virkjum við samfélagið í heild? Sagan um hjartahlauparann

Grethe Tomas

Verkefnastjóri Trygfonden í Danmörku

15:10

Nýjar leiðir í forvarna- og öryggismálum

Helga Rún Jónsdóttir

Fulltrúi í gæða- og öryggisdeild hjá Festi

15:35

Reynslusaga úr fyrirtæki

16:00

Ráðstefnulok og léttar veitingar

Fundarstjóri

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Fjölmiðlamaður og rithöfundur

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfs­manna með breyttri örygg­is­menn­ingu?

Marc De Greef, eigandi og framkvæmdastjóri belgíska ráðgjafafyrirtækisins Prevent.

Hvernig hægt er að nota öryggismenningu til þess að efla heilsu og öryggi starfsmanna. Marc veltir upp mikilvægi  öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisstjórnunar og fer yfir upplifun starfsmanna gagnvart málaflokknum og hver staðan er hjá fyrirtækjum.

Til þess að ná árangri er mikilvægt að mæla og greina, sérstaklega ef ná á markvissum árangri í að styrkja öryggismenningu með sérstakri áherslu á að breyta hegðun allra starfsmanna.

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfsmanna með breyttri öryggismenningu?

Hvað einkennir árang­urs­ríkar forvarnir?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

Í erindi sínu fer Sigríður Björk yfir hvaða leiðir lögreglan hefur nýtt sér til að ná árangri í forvörnum m.a. í tengslum við heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og umferðaröryggi.

Hvað einkennir árangursríkar forvarnir?

Hvernig virkjum við samfé­lagið í heild? Sagan um hjarta­hlaup­arann

Grethe Tomas, verkefnastjóri, forvarnasamtakanna Trygfonden í Danmörku

Í erindi sínu fer Grethe yfir hvernig félagið hefur haft áhrif á samfélagið með verkefninu Hjartahlauparinn. Með verkefninu eru Danir hvattir til þess að huga að náunganum og virkja þá til að bjarga mannslífum. Þetta er áhrifaríkt samfélagsátak þar sem samtakamátturinn er í aðalhlutverki.

Hvernig virkjum við samfélagið í heild?  Sagan um hjartahlauparann

Nýjar leiðir í forvarna- og örygg­is­málum

Helga Rún Jónsdóttir, fulltrúi í gæða- og öryggisdeild Festi

Í erindi sínu fer Helga Rún yfir hvernig unnið er heildstætt að öryggi hjá Festi. Hún fer yfir mikilvægi skilvirks áhættumats en á sama tíma mikilvægi þess að áhættumat sé auðskilið. Helga fer einnig yfir mikilvægi góðs aðgengis að fræðslu starfsmanna ásamt öðrum fjölbreyttum leiðum til að efla öryggisvitund starfsmanna.

Nýjar leiðir í forvarna- og öryggismálum