Hoppa yfir valmynd

Hvernig mætum við því óvænta — af öryggi?
Harpa 8. febrúar 2023 frá kl. 13-16.

Forvarnaráðstefna VÍS er haldin árlega en á ráðstefnunni er fjallað er um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum. Vel valdir sérfræðingar og stjórnendur á þessu sviði deila reynslu sinni með ráðstefnugestum.

Ráðstefnan hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi.

Forvarnaverðlaun VÍS hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað er fyrir sterka öryggismenningu þar sem unnið er markvisst í að efla öryggisvitund og öryggishegðun. Að þessu sinni hlaut rafverktakinn Rafeyri forvarnaverðlaun VÍS.

Rafeyri hlaut Forvarna­verð­laun VÍS 2023

Stjórnendur Rafeyrar eru meðvitaðir um hvaða öryggismenning ríkir innan vinnustaðarins og hvaða áhrif þeir hafa á hana. Öryggisstjórnun innan fyrirtækisins á sér djúpar rætur og nær í gegnum alla starfsemina. Rík áhersla er lögð á að allt starfsfólk sé meðvitað um áhættuþætti í umhverfinu með öryggis-og forvarnaþjálfun. Starfsfólk er metið út frá kunnáttu og þekkingu. Það fær svo ákveðna einkunn í kerfi sem Rafeyri hefur þróað og aðlagað að starfseminni. Þannig er tryggt að réttur einstaklingur sé valinn í verkefnin.

Einnig hefur Rafeyri þróað app fyrir verkfærin sem heldur utan ástand þeirra. Með því er tryggt að öryggið sé í fyrirrúmi, þ.e. að öll verkfæri séu í góðu ásigkomulagi og endurnýjuð á réttum tíma. Tíðni vinnuslysa á starfsfólki Rafeyrar er með því lægsta sem sést hjá VÍS allt frá upphafi — en Rafeyri hefur verið í viðskiptum hjá VÍS í tæp 30 ár.

RafeyriKynningarmyndband
Rafeyri hlaut Forvarnaverðlaun VÍS 2023

Gentle Giants fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

Gentle Giants Whale Watching er eitt þriggja fyrirtækja sem hlaut tilnefningu til forvarnaverðlauna VÍS 2023

Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með langa sögu. Fyrirtækið gerir út á að þjónusta og sinna allri sjávartengdri ferðaþjónustu.

Ofur áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks í öryggisþáttum, enda er ábyrgðin mikil að sigla með farþega út á Skjálfandaflóa.

Við erum stolt af samstarfinu við Gentle Giants og óskum starfsfólki fyrirtækisins innilega til hamingju með tilnefninguna!

Gentle GiantsKynningarmyndband
Gentle Giants fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

OR fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

Orkuveita Reykjavíkur er eitt þriggja fyrirtækja sem hlaut tilnefningu til forvarnaverðlauna VÍS árið 2023.

Orkuveita Reykjavíkur er samsteypa fyrirtækja með fjögur dótturfélög þ.e. Veitur, en það sér um að leiða rafmagn inn í húsin, vatnsveitur og fráveitu. Síðan sér Orka náttúrunnar um að framleiða rafmagn á háhitasvæði og einnig heitt vatn sem hún selur til Veitna. Ljósleiðarinn sér um hágagna og háhraða tengingu sem leidd er inn á öll heimili. Yngsta fyrirtækið er síðan Carb Fix sem gerðar eru miklar væntingar til þegar litið er til umhverfis og loftslagsmála. Í samsteypunni allri vinna um 570 manns.

Öryggismál er fyrst á dagskrá allra funda og á ábyrgð alls starfsfólks. Lögð er áhersla á að búa starfsmönnum heilsusamlegan vinnustað þar sem andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan er í fyrirrúmi.

Við erum stolt af samstarfinu við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélög. Óskum við starfsfólki fyrirtækjanna innilega til hamingju með tilnefninguna!

Orkuveita ReykjavíkurKynningarmyndband
OR fékk viður­kenn­ingu fyrir árangur í örygg­is­málum

Dagskrá

13:00

Setning Forvarnaráðstefnu 2023

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS

13:15

Hvernig virkjum við samfélagið í heild? Sagan um hjartahlauparann

Grethe Tomas

Verkefnastjóri Trygfonden í Danmörku

13:40

Hvað einkennir árangursríkar forvarnir?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ríkislögreglustjóri

14:05

Forvarnaverðlaun VÍS

Guðmundur Ólafsson

Forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS

14:20

Kaffihlé

14:45

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfsmanna með breyttri öryggismenningu?

Marc De Greef

Framkvæmdastjóri Prevent í Brussel

15:15

Reynslusaga úr fyrirtæki

15:25

Nýjar leiðir í forvarna- og öryggismálum

Helga Rún Jónsdóttir

Fulltrúi í gæða- og öryggisdeild hjá Festi

16:00

Ráðstefnulok og léttar veitingar

Fundarstjóri

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Fjölmiðlamaður og rithöfundur

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfs­manna með breyttri örygg­is­menn­ingu?

Marc De Greef, eigandi og framkvæmdastjóri belgíska ráðgjafafyrirtækisins Prevent.

Hvernig hægt er að nota öryggismenningu til þess að efla heilsu og öryggi starfsmanna. Marc veltir upp mikilvægi  öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisstjórnunar og fer yfir upplifun starfsmanna gagnvart málaflokknum og hver staðan er hjá fyrirtækjum.

Til þess að ná árangri er mikilvægt að mæla og greina, sérstaklega ef ná á markvissum árangri í að styrkja öryggismenningu með sérstakri áherslu á að breyta hegðun allra starfsmanna.

Hvernig eflum við öryggi og heilsu starfsmanna með breyttri öryggismenningu?

Hvað einkennir árang­urs­ríkar forvarnir?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

Í erindi sínu fer Sigríður Björk yfir hvaða leiðir lögreglan hefur nýtt sér til að ná árangri í forvörnum m.a. í tengslum við heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og umferðaröryggi.

Hvað einkennir árangursríkar forvarnir?

Hvernig virkjum við samfé­lagið í heild? Sagan um hjarta­hlaup­arann

Grethe Tomas, verkefnastjóri, forvarnasamtakanna Trygfonden í Danmörku

Í erindi sínu fer Grethe yfir hvernig félagið hefur haft áhrif á samfélagið með verkefninu Hjartahlauparinn. Með verkefninu eru Danir hvattir til þess að huga að náunganum og virkja þá til að bjarga mannslífum. Þetta er áhrifaríkt samfélagsátak þar sem samtakamátturinn er í aðalhlutverki.

Hvernig virkjum við samfélagið í heild?  Sagan um hjartahlauparann

Nýjar leiðir í forvarna- og örygg­is­málum

Helga Rún Jónsdóttir, fulltrúi í gæða- og öryggisdeild Festi

Í erindi sínu fer Helga Rún yfir hvernig unnið er heildstætt að öryggi hjá Festi. Hún fer yfir mikilvægi skilvirks áhættumats en á sama tíma mikilvægi þess að áhættumat sé auðskilið. Helga fer einnig yfir mikilvægi góðs aðgengis að fræðslu starfsmanna ásamt öðrum fjölbreyttum leiðum til að efla öryggisvitund starfsmanna.

Nýjar leiðir í forvarna- og öryggismálum