Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Moka og salta

Á veturna getur verið erfitt að fóta sig í hálku og snjó. Þá getur góður skóbúnaður og mannbroddar skipt sköpum til að koma í veg fyrir fall.

Að moka tröppur og stíga að heimilum og fyrirtækjum er líka mikilvægt og enn betra er að salta eða sanda þar líka. Fall getur verið dýrkeypt og sú vinna sem sett er í mokstur og að salta og sanda er vel varið.

Fleiri góðir punktar um snjóinn og heimilið:

- Leggja ekki bílum eða leyfa börnum að leika upp við hús þar sem snjóhengjur geta fallið.

- Moka snjó af svölum til að minnka líkur á leka utan frá.

- Moka snjó frá veggjum hússins til að vatn liggi ekki við það þegar fer að hlána.

- Tryggja að niðurföll utandyra virki vel og klaki og snjór liggi ekki yfir þeim þegar fer að hlána.