Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Húsbílar

All­ir vilja kom­ast heil­ir heim úr húsbílaferðum sín­um. Til að svo megi verða þurfa húsbílaeigendur að huga að for­vörn­un­um áður en þeir leggja af stað og getur eftirfarandi gátlista hjálpað til við að ekkert gleymist.

Tryggja þarf eftirfarandi
 • Að bíll og dekk séu í lagi. 
 • Allir noti bílbelti, líka þeir sem sitja aftur í.
 • Hnakkapúði sé til staðar í öllum sætum og rétt stilltir. 
 • Að lausir munir séu festir niður. Þyngd þeirra getur margfaldast ef þeir fara af stað og slasað þá sem í bílnum eru.
 • Virða hámarkshraða og liðka fyrir framúrakstri.
 • Hafa nægjanlegt bil á milli bíla. 
Eld­varn­ir má ekki vanmeta
 • Slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og gasskynjari á að vera til staðar. Búnaðinn þarf að yfirfara og tryggja að hann sé í lagi m.a. út frá líftíma.  
 • Loftun þarf að vera góð þar sem ávallt getur verið hætta á súrefnisþurrð þegar gas eða kerti eru notuð í litlu vel þéttu rými.
 • Fylgjast reglulega með gaslögnum og tengingum í húsbílnum yfir sumarið þar sem stöðug hreyfing er til staðar þegar bíllinn er á ferð. Láta fagmann yfirfara lagnir og tengi á fimm ára fresti og skipta út þeim sem þörf er á.
 • Gæta þess að leggja ekki of nærri næsta bíl á tjaldsvæðum. Það minnkar líkur á að eldur berist á milli bíla ef kviknar í.
Vind­ur
 • Kynna sér veðurspá t.d. á vedur.is og blika.is og vindafar á Vega­sjá Vega­gerðar­inn­ar. Jafn­framt má hringja í upp­lýs­ingasíma Vega­gerðar­inn­ar 1777 ef net­sam­band er ekki til staðar. 
 • Ef vindhviður fara í 15 til 25 m/s getur vindurinn haft mikil áhrif á umferðaröryggi og endurskoða ber ferðaplanið.
 • Ef ekið er í miklum vindi skal draga úr hraða. Ef hvessir enn frekar ber skilyrðislaust að stoppa og leggja upp í vindinn.