Gangandi
Fara ferða sinna gangandi er frábær leið til að komast á milli staða. Ódýr og umfram allt heilsusamlegur ferðamáti. Muna þarf að klæða sig eftir veðri og gæta þess að vera í réttu skónum miðað við veður. Grófir sólar og mannbroddar geta t.d. forðað mörgu fallinu þegar hálka og snjór er.

Sýnileiki
Góður sýnileiki er gríðarlega mikilvægur fyrir gangandi vegfarendur. Með endurskini sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr. Tími sem getur skipt sköpun fyrir viðbragðstíma ökumanns. Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður ekki gangandi vegfarenda sem er dökkklæddur fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef gangandi vegfarandi er hinsvegar með endurskinsmerki sést hann í allt að 125 metra fjarlægð.
Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er:
- Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn.
- Límd merki er best að hafa bæði að framan og aftan neðst á yfirhöfn og fyrir miðju. Þau þola þvott við 40°C en geta dottið af við þvott en þá er bara að líma nýtt á sama stað.
- Ef endurskinsmerki eru orðin máð og rispuð getur endurskin þeirra minnkað og þörf á að skipta þeim út.
Best er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér. Þá er minnsta hættan á að þau gleymist eða týnist. Ef það er ekki til staðar er hægt að koma við í næsta útibúi VÍS eða panta það í VÍS appinu og fá endurskinsmerki fyrir alla fjölskylduna.
Gangbrautir
Mjög mikilvægt er að fara yfir götur á öruggan hátt og veita umhverfinu athygli og setja símann frá sér. Nýta sér gangbrautir og gefa sér góðan tíma til að fara yfir götuna þ.e. að vera viss um að langt sé næsta bíl.