Hoppa yfir valmynd

Tjónaskoðun með myndsímtali

Hraðari og einfaldari tjónaþjónusta fasteignatjóna.

Til að tryggja hraðari skoðun fasteignatjóna bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á tjónaskoðun með myndsímtali. Sérfræðingur okkar skoðar ummerki tjónsins og tekur myndir af tjóninu með samþykki viðskiptavinar á meðan á símtali stendur. Viðskiptavinir sem lenda í fasteignatjóni þurfa því ekki að verja tíma sínum í að taka myndir og senda á VÍS til skoðunar.

Svona virkar þetta:

  • Viðskiptavinur tilkynnir fasteignatjón.
  • Sérfræðingur VÍS hringir í viðskiptavininn og býður honum upp á myndsímtal.
  • Í símtalinu fær viðskiptavinur SMS frá VÍS með slóð til að smella á.
  • Viðskiptavinur samþykkir að veita sérfræðingi VÍS aðgang til að taka myndir á meðan á símtalinu stendur.
  • Þar með getur sérfræðingur VÍS séð vettvang tjóns með hjálp viðskiptavinar í gegnum myndsímtalið. Hann tekur síðan myndir sem hjálpa við úrvinnslu tjónsins.
  • Myndirnar eru eingöngu nýttar við úrvinnslu tjónsins og er öll notkun í samræmi við persónuverndarstefnu VÍS.