Fyrirtækjaþjónusta VÍS
Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemi þeirra getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingavernd fyrirtækisins.
Reynsla okkar sýnir að með öflugu langtíma forvarnasamstarfi tekst ekki aðeins að efla öryggismál fyrirtækja heldur hlýst einnig af því bæði beinn og óbeinn fjárhagslegur ávinningur. Við leggjum því mikla áherslu á forvarnir í samstarfi við fyrirtæki.