Hoppa yfir valmynd

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegtunderlineað geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Þar sem engar tvær fjölskyldur eru eins þá getur þú valið úr fjórum F plús leiðum auk þess sem þú getur bætt við stökum tryggingum svo þið séuð vel tryggð.

Við mælum með að þú kíkir á spurningasafnið okkar en þar finnur þú svör við mörgum áhugaverðum spurningum. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.

Veldu rétta F plús trygg­ingu

Við vitum að engar tvær fjölskyldur eru eins. Þess vegna bjóðum við upp á fjórar mismunandi F plús fjölskyldutryggingar svo þú finnir það sem hentar þínum þörfum og óskum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna. Munurinn liggur í fjölda vernda sem eru innifaldar í tryggingunum, upphæð bótafjárhæða og upphæð eigin áhættu.

Finndu út hvaða F plús fjölskyldutrygging hentar þér og verndaðu hlutina og fólkið sem skiptir þig mestu máli.

Bera saman F plús
Veldu rétta F plús tryggingu

Veistu hvers virði innbúið þitt er?

Ef þú átt erfitt með að svara þessari spurningu ættir þú að prófa reiknivélina okkar.

Það er nefnilega mikilvægt að tryggingavernd endurspegli verðmæti innbús ef til innbústjóns kemur. Ef þú telur að tryggingavernd þín sé ekki í samræmi við verðmæti innbús þá aðstoða ráðgjafar okkar þig við að tryggja að svo sé.

Opna reiknivél
Veistu hvers virði innbúið þitt er?

Ef þú ert með fjölskyldu- og innbústryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Sjá nánar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Sjá nánar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Sjá nánar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Sjá nánar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Sjá nánar