Fjölskyldu- og innbústryggingar
Þar sem engar tvær fjölskyldur eru eins þá getur þú valið úr fjórum F plús leiðum auk þess sem þú getur bætt við stökum tryggingum svo þið séuð vel tryggð.
Við mælum með að þú kíkir á spurningasafnið okkar en þar finnur þú svör við mörgum áhugaverðum spurningum. Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.
Veldu rétta F plús tryggingu
Við vitum að engar tvær fjölskyldur eru eins. Þess vegna bjóðum við upp á fjórar mismunandi F plús fjölskyldutryggingar svo þú finnir það sem hentar þínum þörfum og óskum um tryggingavernd fyrir fjölskylduna. Munurinn liggur í fjölda vernda sem eru innifaldar í tryggingunum, upphæð bótafjárhæða og upphæð eigin áhættu.
Finndu út hvaða F plús fjölskyldutrygging hentar þér og verndaðu hlutina og fólkið sem skiptir þig mestu máli.

Veistu hvers virði innbúið þitt er?
Ef þú átt erfitt með að svara þessari spurningu ættir þú að prófa reiknivélina okkar.
Það er nefnilega mikilvægt að tryggingavernd endurspegli verðmæti innbús ef til innbústjóns kemur. Ef þú telur að tryggingavernd þín sé ekki í samræmi við verðmæti innbús þá aðstoða ráðgjafar okkar þig við að tryggja að svo sé.