Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Flugeldar

Flug­eld­ar eru ekki hættu­laus­ir og um hver ára­mót verða slys af völd­um þeirra og brun­ar þar al­geng­ast­ir. Flest­ir slasast á hönd­um en augná­verkar eru fátíðari en áður var sem má m.a. þakka notk­un hlífðargler­augna. Al­geng­asta or­sök flug­elda­slysa er vangá og/​eða van­kunn­átta, þar sem ekki er farið eft­ir leiðbein­ing­um. Flest­ir slasast um ára­mót­in sjálf en al­var­leg­ustu slys­in verða oft dag­ana á und­an eða fyrstu dag­ana á nýju ári og þá helst hjá ung­lings­strák­um sem eru að fikta með flug­elda, taka þá í sund­ur og safna púðri sam­an. Búa til sín­ar eig­in sprengj­ur og breyta með því eig­in­leik­um flug­eld­anna.

VÍS ráð

Almennar leiðbeiningar
Fikt
Dýr og flugeldar