Flugeldar
Flugeldar eru ekki hættulausir og um hver áramót verða slys af völdum þeirra og brunar þar algengastir. Flestir slasast á höndum en augnáverkar eru fátíðari en áður var sem má m.a. þakka notkun hlífðargleraugna. Algengasta orsök flugeldaslysa er vangá og/eða vankunnátta, þar sem ekki er farið eftir leiðbeiningum. Flestir slasast um áramótin sjálf en alvarlegustu slysin verða oft dagana á undan eða fyrstu dagana á nýju ári og þá helst hjá unglingsstrákum sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og safna púðri saman. Búa til sínar eigin sprengjur og breyta með því eiginleikum flugeldanna.