Hoppa yfir valmynd

Heilsa

Heilsa

Andleg heilsa

Andleg heilsa er ekki síður mikilvæg en líkamleg. Hún er þó ekki sjálfgefin frekar en líkamleg heilsa. Til einföldunar má ef til vill segja að þeir sem geta stundað sína vinnu, verið virkir þjóðfélagsþegnar, séð um sig sjálfir, lagað sig að aðstæðum og verið virkir í félagslegum samskiptum séu andlega heilir.

Lesa meira
Heilsa

Svefn og hvíld

Reglu­leg­ur svefn og hvíld er okkur lífs­nauðsyn­leg. Þótt hægt sé að stofna til skamm­tíma­skuld­ar í þess­um efn­um geng­ur það ekki til lengd­ar. At­hygl­in skerðist, lífs­gæði versna, þol­in­mæði minnk­ar, slysa­hætta eykst og and­leg líðan versn­ar svo eitt­hvað sé nefnt. En fólk þarf mis­mik­inn svefn. Börn á grunn­skóla­aldri þurfa alla jafna átta til ell­efu tíma svefn en full­orðnir sjö til níu klukku­stund­ir og stytt­ist gjarn­an eft­ir því sem fólk eld­ist.

Svefn­inn get­ur verið mis­góður og velt­ur m.a. á hug­ar­ástandi okk­ar. Hann skipt­ist í nokk­ur stig og á nótt­unni flökk­um við á milli þeirra. Svefn­inn er mis­djúp­ur á hverju stigi og mis­mun­andi hvort okk­ur dreym­ir, hversu djúpt við önd­um, hversu mik­il vöðvaspenn­an er og hversu auðvelt er að vekja okk­ur.

Lesa meira
Heilsa

Mataræði

Hollt, fjölbreytt og gott mataræði er okkur öllum nauðsynlegt en þarfir okkar eru misjafnar og þurfa allir að haga mataræði eftir þeim þörfum. Heilbrigður matur stuðlar að vellíðan ásamt því að draga úr mörgum heilsukvillum og fyrirbyggir aðra.

Lesa meira
Heilsa

Vímuefni

Ákjós­an­leg­ast væri að notk­un á tób­aki, áfengi og öðrum vímu­efn­um væri ekki til staðar. Þjóðfé­lags­leg­ur kostnaður vegna vímuefna er gríðarleg­ur og af­leiðing­ar ofnotk­un­ar eru oft al­var­leg­ar og þá ekki ein­göngu fyr­ir þá sem neyta þeirra held­ur einnig þeim sem standa neytendunum nærri. Góðar upp­lýs­ing­ar um notk­un áfeng­is, kanna­bis­efna, örv­andi efna, of­skynj­un­ar­efna, sprautufíkn, stera, sveppi og fleira er að finna á heimasíðu SÁÁ. 

Lesa meira
Heilsa

Hreyfing

Hreyf­ing er öll­um nauðsyn­leg og ætti eng­inn að van­meta mik­il­vægi henn­ar. Hreyfing hjálpar til að stuðla að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði. Í bæk­lingi Land­læknisembætt­is­ins Ráðlegg­ing­ar um hreyf­ingu eru grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um hreyf­ingu. 

Lesa meira