Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Bílbelti

Bílbelti hafa margsannað gildi sitt sem öryggisbúnaður. Samt sem áður eru enn einhverjir sem ekki nota þau sem er sorgleg staðreynd. Að taka sér þessar 2 sek sem það tekur að spenna beltið getur öllu breytt.

Bílbeltin bjarga

Samkvæmt tölum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru um 20 til 40% þeirra sem látast í umferðarslysum árlega án bílbelta. Í könnun sem gerð var fyrir utan leikskóla landsins 2023 var 4% ökumanna án bílbeltis.

Notum beltin öðruvísi á meðgöngu

Mikilvægt er að nota öryggisbelti á meðgöngu eins og á öllum öðrum tímum. Huga þarf að því að bílbeltið liggi ekki yfir kúluna heldur fyrir neðan hana þ.e. yfir mjaðmagrindinni. Högg af belti sem liggur yfir kúluna getur skaðað barn í móðurkviði. Einnig má nota sérstök meðgöngubelti sem hjálpa til við að hafa bílbeltin á sínum stað á þægilegan og öruggan hátt.