Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Öryggispúðar

Gríðarlega mikilvægt er að við virðum það að láta barn aldrei sitja fyr­ir fram­an virk­an ör­yggis­púða nema barnið sé orðið 150 sm að hæð. Sama hvort barnið sé í barna­bíl­stól eða ekki.

Höggið sem öryggis­púðinn gefur get­ur slasað barnið al­var­lega ef það hefur ekki náð réttri hæð og situr fyrir framan púðann. Er­lend­is hafa börn lát­ist af völd­um höggs­ins sem þau fá þegar ör­yggis­púðinn kem­ur út og lend­ir á þeim. Fullorðinn einstaklingur sem ekki hefur náð 150 sm hæð má þó sitja fyrir framan virkan öryggispúða þar sem beinabygging fullorðinna er önnur en barna.


,