Heimilið
Börn
Börn lenda oft í tilviljanakenndum óhöppum og slasa sig þegar þau reyna á hæfni sína. Hlutverk fullorðinna er að tryggja að umhverfi barnanna sé öruggt. Margt er hægt að gera til að vernda barnið og skulu allar þær forvarnir vera í takt við aldur og umhverfi barnsins.

Eldri borgarar
75% slysa eldri borgara eru heima- og frítímaslys og verða þrjú af hverjum fjórum þeirra inni á heimilum, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Fall er algengasta ástæða slysanna.
Innbrot
Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja innbrot. Oft á tíðum er andlega vanlíðan og óöryggið sem fylgir því að brotist er inn á heimilið mun verra en tjónið og munir sem hverfa í innbrotinu. Því er mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um þær forvarnir sem hann getur sinnt til að koma í veg fyrir innbrot hjá sér. Reynslan hefur sýnt að innbrot eru oft vel skipulögð. Þjófar eru oftast að leita eftir hlutum sem auðvelt er að koma í verð eins og myndavélum, fartölvum, símum, spjaldtölvum, flatskjáum, peningum og skartgripum.

Varnir gegn vatnstjóni
Á hverjum degi verða 20 vatnstjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír milljarðar. Bara til VÍS berast 5,5 vatnstjónstilkynningar á hverjum degi og má sjá hvernig tjónin skiptast niður hér. Þótt margir séu vel tryggðir fylgir mikið rask slíkum tjónum og oft á tíðum getur verið ógjörningur að bæta ómetanlega hluti sem skemmast.
Eldvarnir
Um helmingur bruna á heimilum tengist rafmagni og rafmagnstækjum. Þar af er helmingur út frá eldavélum eða 25% allra bruna á heimilum. Í kringum jól og áramót eru brunar tengdir kertum og kertaskreytingum algengastir.
Í Handbók heimilisins um eldvarnir sem Eldvarnabandalagið gaf út eru upplýsingar sem allir ættu að kynna sér. Bókina er einnig hægt að nálgast á ensku og pólsku.

Moka og salta
Á veturna getur verið erfitt að fóta sig í hálku og snjó. Þá getur góður skóbúnaður og mannbroddar skipt sköpum til að koma í veg fyrir fall.

Heitir pottar
Mikilvægt er að huga vel að börnum og þar sem heitir pottar, sundlaugar, vötn, ár eða annað vatn er. Muna að ung börn geta drukknað í 2-5 sm djúpu vatni og að drukknun er oftast hljóðlát.