Heitir pottar
Mikilvægt er að huga vel að börnum og þar sem heitir pottar, sundlaugar, vötn, ár eða annað vatn er. Muna að ung börn geta drukknað í 2-5 sm djúpu vatni og að drukknun er oftast hljóðlát.

Heitir pottar eru við mörg heimili. Þeir eru ýmist kynntir með rafmagni eða heitu vatni. Mikilvægt er að huga að öryggismálum við heita potta sérstaklega út frá börnum og hitastigi vatns.
- Látið fagaðila yfirfara lagnir.
- Hafið hitastýringu á pottinum og hafið í huga að öll tæki geta bilað og hitastig breyst.
- Athuga hitastig pottsins áður en farið er í hann.
- Hafið armkúta á ósyndum börnum og leyfið þeim ekki að taka þá af sér á meðan verið er í pottinum.
- Skiljið börn aldrei eftir ein í pottinum.
- Setjið ávallt lok yfir pottinn að notkun lokinni og læsið því.