Hoppa yfir valmynd

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinniunderlineeða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar.  Til að stuðla að auknu umferðaröryggi og tryggja hag allra, ef til tjóns kemur, er þér skylt að tryggja öll skráningarskyld ökutæki.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Nánar um ökutækja­trygg­ingar

Ábyrgðartrygging er eina ökutækjatryggingin sem er skyldutrygging. Ef þú vilt vera með góðar alhliða ökutækjatryggingar mælum við einnig með kaskótryggingu og bílrúðutryggingu.

  • Lögboðin ábyrgðartrygging: Bætir tjón sem þú veldur öðrum auk þess að innihalda slysatryggingu fyrir þig og ökumann á þínum vegum.
  • Kaskótrygging: Bætir tjón á ökutæki þínu vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að. Tryggingin bætir einnig ýmis önnur tjón á ökutækinu, þar á meðal tjón vegna eldsvoða, skemmdarverka, þjófnaðar og ýmissa veðurtengdra atvika.
  • Bílrúðutrygging: Bætir brot á fram, aftur- og hliðarrúðum ökutækis.
  • Brunatrygging: Bætir tjón vegna bruna ökutækja sem eru geymd innandyra og eru ekki kaskótryggð.
Bera saman ökutækjatryggingar
Nánar um ökutækjatryggingar

Ef þú ert með ökutækjatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

readMoreText

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

readMoreText

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

readMoreText

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

readMoreText

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

readMoreText