Ökutækjatryggingar
Nánar um ökutækjatryggingar
Ábyrgðartrygging er eina ökutækjatryggingin sem er skyldutrygging. Ef þú vilt vera með góðar alhliða ökutækjatryggingar mælum við einnig með kaskótryggingu og bílrúðutryggingu.
- Lögboðin ábyrgðartrygging: Bætir tjón sem þú veldur öðrum auk þess að innihalda sjúkra- og slysatryggingu fyrir þig og ökumann á þínum vegum.
- Kaskótrygging: Bætir tjón á ökutæki þínu vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að. Tryggingin bætir einnig ýmis önnur tjón á ökutækinu, þar á meðal tjón vegna eldsvoða, skemmdarverka, þjófnaðar og ýmissa veðurtengdra atvika.
- Bílrúðutrygging: Bætir brot á fram, aftur- og hliðarrúðum ökutækis.
- Brunatrygging: Bætir tjón vegna bruna ökutækja sem eru geymd innandyra og eru ekki kaskótryggð.
