Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.

Farið að heim­an

 • Mikilvægt er að undirbúa fríið með tilliti til innbrotavarna.
 • Biðja einhvern um að slá garðinn/moka snjóinn eftir þörfum.
 • Láta nágrannana vita um fríið og hvenær áætlað er að koma til baka.
 • Biðja nágrannann um að taka póstinn.
 • Biðja nágrannann um að hafa ljós logandi á mismunandi stöðum í íbúðinni eða hafa tímastilli á því.
 • Ganga frá öllu dóti sem er úti inn í geymslu.
 • Forðist að setja eitthvað um fríið inn á samskiptasíður.
 • Hafa útiljós kveikt.
 • Loka öllum gluggum og krækja aftur.
 • Setja öryggiskerfið á.
 • Vera viss um að allar útidyr séu læstar.

Gátlisti um und­ir­bún­ing heim­il­is­ins fyr­ir fríið getur verið gott að styðjast við til að ekkert gleymist.

Inn­an­dyra

Heim­ilið er mik­il­væg­asti staður fjöl­skyld­unn­ar. Eng­inn er viðbú­inn því að inni á heim­il­inu sé óboðinn gest­ur að vasast í eig­um fjöl­skyld­unn­ar eða gest­ur sem síðan hef­ur á brott með sér það sem hann tel­ur að hægt sé að koma í verð. Mik­il­vægt er að vera meðvitaður um þessa hættu og fyr­ir­byggja hana eins og kost­ur er.

 • Læsið alltaf öllum hurðum með traustum læsingum.
 • Takið niður tegund, raðnúmer og myndið verðmæt raftæki. Myndið jafnframt önnur mikilvæg verðmæti eins og skartgripi og fleira. Það auðveldar lögreglu að hafa uppi á stolnum munum.
 • Leitist við að hafa verðmæta muni eins og flatskjái og tölvur ekki þar sem þeir sjást utanfrá.
 • Gott er að geyma verðmæti í þar til gerðum verðmætaskápum sem eru vegg- eða gólffestir. Ef þeir eru ekki til staðar er hægt að nota aðrar hirslur sem hægt er að læsa a.m.k. geymið verðmæti ekki á augljósum stað. 
 • Útvarp í gangi og kveikt ljós getur haft fælingarmátt.  
 • Örygg­is­film­ur í glugga auka öryggið.
 • Kjallaragluggar eru algeng leið inn. Passið vel uppá að þar séu vandaðar gluggalæsingar og gluggum krækt aftur þegar þeim er lokað. Grindur fyrir kjallaraglugga geta komið í veg fyrir innbrot.
 • Stór hluti innbrota er í gegn um svala- eða garðhurðir. Gættu þess að þar sé lýsing og þær vel læstar og með krækjum.
 • Hleypið ekki inn óþekktum aðilum. Sérstaklega á þetta við í fjölbýlishúsum þegar verið er að hleypa einstaklingum inn í stigaganga. Líka er vert að benda á að dæmi eru um að einstaklingar hafa bankað uppá hjá fólki og boðið uppá einhverja þjónustu en markmið heimsóknarinnar verið að skoða aðstæður á viðkomandi heimili.

Ná­granna­varsla

Töl­ur sýna að ná­granna­varsla er öfl­ug for­vörn gegn inn­brot­um. Þar sem hún er til staðar eru íbú­ar meðvitaðri um manna­ferðir í sínu nán­asta um­hverfi, hvernig þeir eigi að fyr­ir­byggja inn­brot og skipta sér frek­ar af ef þeir sjá eitt­hvað óeðli­legt. 

Mark­mið ná­granna­vörslu er ávallt að gera hvern og einn meðvitaðri um þá þætti sem snúa að inn­brot­um. Hvernig á að ganga frá heim­il­inu, bíln­um, bíl­skúrn­um, garðinum og öðru til að minnka lík­ur á inn­broti.

Ná­granna­varsla get­ur verið bæði óform­leg og svo skipu­lögð. Ekk­ert eitt fyr­ir­komu­lag er á skipu­lagðri ná­granna­vörslu. Það fer m.a. eft­ir stærð og um­fangi svæðis­ins. Í flest­um til­fell­um þar sem skipu­lögð ná­granna­varsla er kem­ur ein­hver ut­anaðkom­andi að henni. Sum sveit­ar­fé­lög bjóða til að  mynda uppá ákveðna þjón­ustu til að aðstoða íbúa sína við að koma henni á.

Ut­an­dyra

Aðstæður ut­an­dyra til inn­brota eru mjög mis­mun­andi. Lé­leg lýs­ing, skjólgóður gróður og lé­leg­ur frá­gang­ur auðveld­ar þjóf­um iðju sína. Bjóðum ekki hætt­unni heim held­ur fyr­ir­byggj­um inn­brot eins og kost­ur er.

 • Hafið góða lýsingu í kringum húsið. Gott er að hafa hreyfiskynjara á lýsingunni sér í lagi í sumarhúsum.
 • Hafið ekki umbúðir utan af verðmætum tækjum við öskutunnu eða útidyr.
 • Gætið þess að hafa ekki stiga, kassa eða annað úti við sem hægt er að nota til þess brjótast inn.
 • Lausir steinar, hellur og aðrir þungir hlutir eru oft notaðir til þess að brjóta glugga. Fjarlægið slíkt úr garðinum.
 • Geymið aldrei aukalykil í kringum húsið eins og í blómapotti eða undir mottu. Komið honum heldur fyrir hjá vinum.
 • Ef flutt er í nýtt húsnæði eða útidyralykill týnist er mikilvægt að skipta um skrár.
 • Gætið þess að taka sláttuvél og önnur verðmæt garðáhöld inn eftir notkun.
 • Geymið reiðhjól innandyra eða læsið þeim tryggilega.

Bíll­inn

Inn­brot í bíla eru al­geng. Auðvelt er að minnka lík­ur á þeim með því að hafa aldrei neitt til staðar í bíln­um sem get­ur vakið áhuga þjófa. Oft og tíðum er tjónið sem verður á bíln­um sjálf­um við inn­brotið meira held­ur en verðmæti þess sem tekið er úr bíln­um.

 • Forðist að leggja bílnum á skuggsælum og fáförnum stað.
 • Læsið alltaf ökutækinu og lokið gluggum.
 • Hafið verðmæti eins og síma, leiðsögutæki, töskur og golfsett ekki sýnileg í bílnum.
 • Tryggingar taka lítið sem ekkert á tjónum við innbrot þegar bíll er skilinn eftir ólæstur eða rúður opnar.