Hoppa yfir valmynd

Greiðsluleiðir

Þú getur valið þá greiðsluleið sem þér hentar og valið á milli þess að fá greiðslukröfu í banka eða greiða samkvæmt boðgreiðslusamningi kreditkorts.

Greiðsludreifing

Þú getur valið að borga iðgjöldin af tryggingunum þínum með eingreiðslu eða dreifa greiðslum á þrjá, sex, níu eða tólf mánuði. Kostnaður við greiðsludreifingu iðgjalds miðast við 7% ársvexti. Sem þýðir að kostnaðurinn:

  • við þriggja mánaða greiðsludreifingu er 0,58% af iðgjaldi.
  • við sex mánaða greiðsludreifingu er 1,46% af iðgjaldi.
  • við níu mánaða greiðsludreifingu er 2,33% af iðgjaldi.
  • við tólf mánaða greiðsludreifingu er 3,21% af iðgjaldi.

Greiðslugjald

  • Ekkert greiðslugjald er á sjálfvirkri skuldfærslu kreditkorts.
  • Greiðslugjald fyrir kröfur sem stofnaðar eru í netbanka er 140 kr.
  • Greiðslugjald fyrir heimsendan greiðsluseðil er 250 kr.

Frá og með 9. október nk. munu kröfur sem stofnaðar eru í netbanka hækka um 50 kr. úr 140 kr. í 190 kr. Einnig hækka greiðslugjöld fyrir heimsenda greiðsluseðla um 140 kr. úr 250 kr. í 390 kr.

Innheimtukostnaður

  • Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands.
  • Innheimtuviðvörun er send fimm dögum eftir eindaga.
  • Motus og Lögheimtan innheimta gjaldfallin iðgjöld fyrir hönd VÍS. Kostnaður vegna innheimtubréfa er samkvæmt gjaldskrá Motus og Lögheimtunnar.