Hoppa yfir valmynd

Greiðsluleiðir

Þú getur valið að borga iðgjöldin af tryggingunum þínum með eingreiðslu eða dreifa greiðslum á þrjá, sex, níu eða tólf mánuði.

Greiðsludreifing miðar við upphafsdag samnings og reiknast 7,0% vextir af eftirstöðvum.

Þú getur valið þá greiðsluleið sem þér hentar og valið milli þess að:

  • Fá greiðslukröfu í banka.
  • Greiða samkvæmt boðgreiðslusamningi kreditkorts.

Greiðslugjald

  • Greiðslugjald fyrir allar kröfur er 140 kr.
  • Greiðslugjald fyrir heimsendan greiðsluseðil er 250 kr.

Innheimtukostnaður

  • Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands.
  • Innheimtuviðvörun er send fimm dögum eftir eindaga.
  • Motus og Lögheimtan innheimta gjaldfallin iðgjöld fyrir hönd VÍS. Kostnaður vegna innheimtubréfa er samkvæmt gjaldskrá Motus og Lögheimtunnar.
,