Hoppa yfir valmynd

Barna­bíl­stólar VÍS

Við hjálpuðum til við aðunderline gæta öryggis barna í umferðinni í 25 ár með útleigu á öruggum barnabílstólum. Þörfin var mikil þegar við hófum þessa vegferð enda sýndu kannanir á þeim tíma að yfir 30% barna voru laus í bílum. Í dag heyrir það til undantekninga að börn séu ekki í bílstólum og úrvalið af öruggum stólum hefur aldrei verið betra.

Í apríl 2019 ákváðum við að beina kröftum okkar að öðrum forvarnar- og öryggisverkefnum og hættum þá útleigu á barnabílstólum til viðskiptavina okkar.

Þarftu barnabílstól?

Ef þú þarft nýjan barnabílstól bendum við á fríðindasíðu okkar en þar eru upplýsingar um þá aðila sem veita viðskiptavinum VÍS afslátt af barnabílstólum og öðrum forvarna- og öryggisvörum.

Þarftu að skila barnabílstól VÍS?

Ef þú ert með barnabílstól á leigu getur þú haldið áfram að leigja hann en ekki er hægt að skipta þeim stól út fyrir nýjan stól. Þegar stóllinn verður óþarfur getur þú skilað honum til Barnabilstolar.is og þar er gengið frá lokum leigusamnings.

Barnabílstólar.is eru til húsa í Síðumúla 27a, 108 Reykjavík. Opnunartíminn er alla virka daga á milli 12.00-17.00 en einnig er hægt að ná í þau í síma 534-4900. Ávallt er hægt að senda fyrirspurnir á barnabilstolar@barnabilstolar.is og er þeim svarað eins fljótt og auðið er.

Forvarnir
Umferð

Bílstólar

Eng­inn ætti að ferðast með barnið í bíl án viðeig­andi ör­ygg­is­búnaðar. Hann get­ur skilið á milli lífs og dauða við slys. Könn­un á ör­ygg­is­búnaði barna í bíl­um hef­ur verið gerð frá árinu 1996 fyr­ir utan leik­skóla lands­ins. Í upp­hafi voru 32% barna laus í bíl­um en árið 2021 var það hlut­fall komið niður í 1%. Jafn­framt sýndi könn­un­in árið 2021 að 2,9% barna voru ein­göngu í bíl­belti sem er ekki rétt­ur ör­ygg­is­búnaður fyr­ir börn á leik­skóla­aldri. 
Lesa meira