
Barnabílstólar VÍS
Í apríl 2019 ákváðum við að beina kröftum okkar að öðrum forvarnar- og öryggisverkefnum og hættum þá útleigu á barnabílstólum til viðskiptavina okkar.
Þarftu barnabílstól?
Ef þú þarft nýjan barnabílstól bendum við á fríðindasíðu okkar en þar eru upplýsingar um þá aðila sem veita viðskiptavinum VÍS afslátt af barnabílstólum og öðrum forvarna- og öryggisvörum.
Þarftu að skila barnabílstól VÍS?
Ef þú ert með barnabílstól á leigu getur þú haldið áfram að leigja hann en ekki er hægt að skipta þeim stól út fyrir nýjan stól. Þegar stóllinn verður óþarfur getur þú skilað honum til barnabilstolar.is Síðumúla 27a. Þar er einnig gengið frá lokum leigusamnings.