Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Vímuefni

Ákjós­an­leg­ast væri að notk­un á tób­aki, áfengi og öðrum vímu­efn­um væri ekki til staðar. Þjóðfé­lags­leg­ur kostnaður vegna vímuefna er gríðarleg­ur og af­leiðing­ar ofnotk­un­ar eru oft al­var­leg­ar og þá ekki ein­göngu fyr­ir þá sem neyta þeirra held­ur einnig þeim sem standa neytendunum nærri.

Reyk­ing­ar

Fjöl­mörg efni og efna­sam­bönd í tób­aks­reyk eru hættu­leg heilsu fólks. Þau auka m.a. lík­ur á krabba­meini, hjarta-, æða- og lungna­sjúk­dóm­um. Hér á landi deyr einn á dag af völd­um reyk­inga. Árlega grein­ast yfir 150 manns með krabba­mein sem hægt er að rekja beint til reyk­inga. Það er um 10% allra krabba­meinstil­fella hér á ári.

Und­an­farna ára­tugi hef­ur reyk­inga­fólki fækkað. Árið 2018 reyktu tæp 9% Íslend­inga 15 ára og eldri dag­lega. Stórt skref var stigið þegar reyk­ing­ar voru bannaðar inn­an­dyra í op­in­ber­um bygg­ing­um. Með fræðslu, aðstoð við að hætta að reykja og verðhækk­un­um á tób­aki er reynt að sporna við reyk­ing­um. Best er að byrja aldrei að reykja en þeir sem hafa áhuga á að hætta geta leitað aðstoðar hjá heim­il­is­lækni eða hringt í síma 800 6030. 

Rafrettur

Rafrettur hafa notið töluverða vinsælda hérlendis meðal fólk sem er að reyna að hætta að reykja. Margar útfærslur eru til af þeim og er útlit þeirra gjarnan miðað að ungmennum. Sú þróun að þau noti rafrettur í auknu mæli er ekki góð og sýna rannsóknir einnig að þau ungmenni sem nota þær eru líklegri til að byrja að reykja síðar. Rafrettur eru það nýjar á markaðinum að ekki er komin nægjanleg reynsla til að segja til um langtímaáhrifa þeirra á heilsu. Ýmislegt sýnir þó að þær geta verið skaðlegar heilsu fólks, bæði hvað varðar nikótínið og önnur efni sem er í vökvanum.

Munntóbak

Neysla munntóbaks er mun útbreiddari en fólk gerir sér grein fyrir því neysla þess er lítið áberandi. Dagleg neysla er að aukast og hefur hún aukist mest hjá karlmönnum í aldurshópnum 23 til 34 ára. Í reyklausu tóbaki eru efni sem geta valdið krabbameini í nefi, munni, hálsi, vélinda, maga og e.t.v. víðar.

Áfengi

Skrif­leg­ar heim­ild­ir um áfengi eru til árþúsund­ir aft­ur í tím­ann. Áfengi er markaðssett til hvers kyns skemmt­un­ar og er sá vímu­gjafi sem er lög­leg­ur víðast hvar í heim­in­um. Hóf­leg neysla þess telst eðli­leg­ur hluti í lífi al­menn­ings. Óhóf­leg neysla get­ur aft­ur á móti skaðað lík­amann og t.d. valdið skorpu­lif­ur, vannær­ingu, bris­bólg­um, skemmd­um á heila og taug­um og áfeng­is­sýki.

Önn­ur vímu­efni

Lík­am­leg­ar og and­leg­ar af­leiðing­ar neyslu annarra vímu­efna geta verið mun al­var­legri. Einn skammt­ur af eit­ur­lyfj­um get­ur dregið neyt­and­ann til dauða og mun al­geng­ara er að fólk verði háð þeim efn­um eft­ir eitt eða örfá skipti.

Sam­fara óhóf­legri neyslu á áfengi og öðrum vímu­efn­um geta orðið breyt­ing­ar á per­sónu­leika viðkom­andi, heim­il­is­hald und­ir­lagt og neysl­an stjórnað til­ver­unni. Fólk und­ir áhrif­um fram­kvæm­ir oft hluti sem það myndi aldrei gera ann­ars og slys eru mun al­geng­ari þegar fólk er und­ir áhrif­um en þegar það er alls­gáð. Þá getur fólk undir áhrifum með sínum framkvæmdum ekki bara skaðað sjálft sig heldur skaðað og jafnvel valdið dauða annarra.

Góðar upp­lýs­ing­ar um notk­un áfeng­is, kanna­bis­efna, örv­andi efna, of­skynj­un­ar­efna, sprautufíkn, stera, sveppi og fleira er að finna á heimasíðu SÁÁ.