Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Heimilisdýr

Algengustu heimilisdýrin eru án efa hundar og kettir. Þau gefa eiganda sinum mikið og eru oft á tíðum stór partur af fjölskyldunni. Góð umhirða þeirra er mikilvæg til að þeim líði vel.

Kettir

Katta­fóður get­ur verið þurrmat­ur, dósamat­ur, heim­il­is­mat­ur eða hrámat­ur. Kett­ir eru í eðli sínu kjötæt­ur og fyr­ir flesta er í góðu lagi að éta af­ganga af heim­il­is­mat eins og kjöt, fisk og soðið græn­meti. Flest­ir mæla þó með því að gæða þurrmat­ur sem miðaður er við ald­ur og ástand katt­ar­ins sé uppistaða fóðurs­ins.

Kett­ir narta mikið  og því er í oft­ast í góðu lagi að setja dags­skammt­inn all­an í dall­inn í einu. Gæta þarf þess þó að gefa þeim ekki of orku­ríkt fóður eða koma þeim upp á matvendni. Eins þarf að vera meðvitaður um að kett­ir geta fengið of­næmi vegna þess fóðurs sem þeim er gefið.

Um­gengni

All­ir útikett­ir eiga að hafa ól með end­ur­skini og merk­ingu um heim­il­is­fang og síma­núm­er. Einnig er hægt að eyrna- eða ör­merkja ketti og gera mörg sveit­ar­fé­lög kröfu um slík­ar merk­ingu ásamt því að  kett­ir séu orma­hreinsaðir einu sinni á ári.

Kött­ur get­ur lært að hlýða ein­föld­um skip­un­um og best að byrja strax að kenna hon­um það sem má og það sem hann má ekki gera . Mis­mun­andi er hvort fólk ven­ur kött­inn á að vera ein­göngu inni eða hvort hann megi fara út. Þegar ákveða á hvort kött­ur á að vera ein­göngu inni eða fái að vera úti líka þá þarf að  gera sér grein fyr­ir því að kött­ur­inn ger­ir þarf­ir sín­ar hvar sem er m.a. í görðum ná­grann­ana sem get­ur verið hvim­leitt og eins get­ur hann eyðilagt plönt­ur og tré t.d. sír­en­ur með því að naga þær.

Um­hverfi

Gæta þarf að því að ekk­ert sé í um­hverfi katt­ar­ins sem hann get­ur skaðað sig á líkt og eit­ur­efni eða plöntur sem eru þeim skaðlegar. Eins eiga kett­ir til að sjúga ull sem er ekki gott fyr­ir melt­ingu þeirra og ber því að taka ull­ina úr um­hverfi þeirra líkt og smá­hluti sem þeir geta étið.

Marg­ir kett­ir hafa þörf fyr­ir að brýna klær sín­ar og til að þeir skemmi ekki hús­gögn er gott að hafa klóru­bretti fyr­ir þá.

Öku­tæki 

Kett­ir eiga ekki að vera lausir heldur vera fest­ir þegar farið er með þá í bíl líkt og mann­fólkið. Best er að vera með kattarbúr í bíln­um og búrið fest niður með ör­ygg­is­belti búrs­ins eða á ann­an hátt. 

Hundar

Það er mis­jafnt hvaða fóður hent­ar hund­in­um og hversu oft þarf að fóðra hann á hverj­um degi. Um er að ræða þurrmat, dósamat, heim­il­is­mat, hrá­fóður og græn­meti. Oft­ast hent­ar hund­um best að fá alltaf mat á föst­um tíma á dag­inn og a.m.k. einu sinni til tvisvar á dag.

Fylgj­ast þarf með því hvernig hund­in­um lík­ar fóðrið og hvernig það fer í hann. Ákveðinn heim­il­is­mat ber að forðast, svo sem súkkulaði, elduð bein, lauk, vín­ber, rús­ín­ur, kryddaðan mat og feit­ar sós­ur svo dæmi sé tekið. Til að átta sig á því hvort fóðrið henti hund­in­um er hægt að fylgj­ast með hvort hann fari úr hár­um, hvernig hægðir eru og hvort hann eigi auðvelt með að koma þeim frá sér, hvort feld­ur­inn sé fal­leg­ur og hvort mik­il lykt sé af hon­um.

Gæta þarf þess að fóðrið henti aldri, ástandi og  hreyf­ingu hunds­ins. Sem dæmi þarf að passa að hvolp­ar fái fóður sem hent­ar þeim. Ef keypt er til­búið hunda­fóður er gott að velja fóður frá þekkt­um fram­leiðanda. Hundeig­andi  þarf alltaf að vera meðvitaður um að hund­ur­inn get­ur fengið of­næmi vegna þess fóðurs sem hon­um er gefið.  

Um­hverfi

Gæta þarf að því að ekk­ert sé í um­hverfi hunda sem þeir geta meitt sig á. Má þar nefna gler­brot, eit­ur­efni og litla hluti sem þeir geta étið. Ákveðnar tegundir smá­hunda þola illa að hoppa niður úr hæð, t.d. stól og þarf að gæta þess að þeir komi sér ekki í slík­ar aðstæður. Opin hunda­svæði eru nokkuð notuð af hunda­eig­end­um en þá þarf hund­ur­inn að þola vel nær­ver­una annarra hunda.

Þjálf­un

Hunda­eig­end­ur vilja að hund­ar þeirra hlýði þeim og séu vel þjálfaðir. Marg­ir eiga erfitt með að ná góðum ár­angri þar og geta þjálf­un­ar­nám­skeið þá hjálpað til við und­ir­stöðuatriðin. Eins ef hund­ur­inn er viðkvæm­ur fyr­ir um­hverf­is­hljóðum þá eru til nám­skeið sem hjálpa hund­in­um að aðlag­ast þeim.

Um­gengni

Hund­ur þarf að læra  hver það er sem ræður og hverj­um hann á að hlýða. Að þessu þarf að huga t.d. ef krakk­ar biðja um að fá að fara í göngu­túr með hund­inn eða hann á að fara í pöss­un. Einnig þarf að gera þeim grein fyr­ir ábyrgð þess sem pass­ar eða er með hund­inn.  Ábyrgðin felst m.a. í því að  þrífa upp eft­ir hann, hafa hund­inn í taumi og láta hann ekki flaðra upp um  ókunn­uga. Best er að biðja hundeig­anda um leyfi til að fá að klappa hundi, lofa hund­in­um að þefa af sér og byrja á því að klappa hon­um á bak­inu en ekki fara beint í and­lit hans.

Ekki má setja hund­inn í aðstæður sem hann ræður ekki við. Þá er hætta á að hann bregðist illa við og reyni að verja sig með því að bíta frá sér. Ef hund­ur er í gulu bandi þá seg­ir það okk­ur að hann þurfi ákveðið rými í kring­um sig. Það get­ur meðal ann­ars verið vegna þjálf­un­ar, erfiðleika, veik­inda eða erfiðrar reynslu af öðrum hund­um.

Heilsa

Hreyf­ing er öll­um hund­um mik­il­væg og bæt­ir al­hliða heilsu þeirra.
Of­næmi get­ur verið vanda­mál hjá hund­um og ein­kenni þess er oft­ast kláði. Það get­ur stafað af fæðu, grasi, eit­ur­efn­um í um­hverf­inu, frjó­korn­um og lyfj­um svo eitt­hvað sé nefnt.  Finna þarf út af hverju of­næmið er, t.d. með því að breyta fóðrinu og fylgj­ast með ein­kenn­um. Einnig er hægt að láta gera of­næm­is­próf hjá dýra­lækni

Taum­ur

Marg­ar teg­und­ir og út­færsl­ur eru til af taum­um og mis­mun­andi hvað hverj­um lík­ar. Marg­ir mæla með því að nota beisli frek­ar en ól þar sem háls­inn er viðkvæm­ur þegar togað er í taum­inn og hætta á að barki, skjald­kirt­ill eða bak hunds­ins skaðist. Mik­il­vægt er að velja taum með end­ur­skini til að auka ör­yggi hunds­ins þegar hann er úti í myrkri.
Best er að kenna hundi strax í upp­hafi að ganga í taumi með þeim hætti að taum­ur­inn sé slak­ur og hund­ur­inn labbi við hæl þess sem held­ur í hann. 

Öku­tæki 

Hund­ar eiga ekki að vera lausir í ökutækjum heldur eiga þeir að vera fest­ir þegar farið er með þá í bíl líkt og mann­fólkið. Bíl­belti fyr­ir hunda eru til í nokkr­um stærðum. Best er þó að vera með búr hunds í bíln­um og búrið fest niður með ör­ygg­is­belti búrs­ins eða á ann­an hátt. Eins er hægt að vera með ör­ygg­is­net eða grind á milli aft­ur­sæt­is bíls­ins og far­ang­urs­rým­is. Þess­ar vör­ur er m.a. að finna í búðum sem selja búnað fyr­ir gælu­dýr.