Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Jarðskjálft­ar

Jarðskjálft­ar verða þegar jarðskorp­an brotn­ar eða hrekk­ur til. Við höggið sem mynd­ast breiðast jarðskjálfta­bylgj­ur út frá brotaflet­in­um. Á vef Veður­stofu Íslands má sjá upp­lýs­ing­ar um jarðskjálfta sem verða á land­inu. Flest­ir jarðskjálft­ar hér­lend­is eru það litl­ir að eng­inn verður var við þá nema skjálfta­mæl­ar og því er áhuga­vert að sjá tíðni þeirra á korti Veður­stof­unn­ar sem er upp­fært á 5 mín­útna fresti.

Jarðskjálft­ar senda sjaldn­ast boð á und­an sér. For­varn­ir á heim­il­um eru því mik­il­væg­ar þar sem með þeim má minnka lík­ur á slys­um og tjón­um.

For­varn­ir á heim­il­inu

 • Festa skápa og hillur við veggi og/eða gólf.
 • Hafa þunga hluti, t.d. styttur, ekki ofarlega í hillu.
 • Festa sjónvörp við borð eða veggi.
 • Hafa rúm ekki undir gluggum.
 • Setja ör­ygg­is­filmu á gluggarúður þar sem hætta er á að gler fari yfir fólk.
 • Festa myndir og ljósakrónur í lokaðar lykkjur.
 • Kynna sér hvar vatnsinntak hússins er og hvernig á að skrúfa fyrir.
 • Setja öryggislæsingar á skápa til að varna því að brothættir hlutir detti út úr þeim.
 • Hafa viðlagabúnað eins og sjúkragögn, útvarp með rafhlöðum, vasaljós, teppi, vasahníf, upplýsingar um neyðarnúmerið 112 og aukalykla að bíl, sumarbústað eða öðrum stað sem fjölskyldan hefur aðgang að tiltækan.
 • Kynn sér hvar næsta fjöldahjálparstöð er.

Viðbrögð við jarðskjálfta

 • Þegar jarðskjálfti verður er mikilvægt að hver og einn verji sig fyrir slysum. Einkunnarorð þar eru að krjúpa, skýla og halda. Gott getur verið að fara í horn á herbergi eða undir borð eða annað sem veitir skjól. Ekki er mælt með því að hlaupa út, sérstaklega ef um einhverja vegalengd þarf að fara, þar sem erfitt er að fóta sig þegar allt er á hreyfingu.
 • Eftir jarðskjálftann verjið fætur með því að fara í skó ef ert innandyra.
 • Ef verið er í fjalllendi er mikilvægt að gæta að mögulegu grjóthruni.
 • Ef verið er utandyra er gott að halda sig fjarri háum byggingum.
 • Ef verið er í bíl er gott að stöðva bílinn og bíða inni í honum meðan skjálftinn er.
 • Ef vatnslagnir hafa gefið sig skrúfið fyrir vatnsinntakið.
 • Ef gaseldavél er á heimilinu skrúfið fyrir gaskútinn þar sem möguleiki er á að samskeyti hafi farið í sundur.
 • Kíkja á netið og kveikja á útvarpi til að athuga hvort upplýsingar og tilkynningar komi þar fram.
 • Ef íbúar meta hús óíbúðarhæft skal fara út í rólegheitum, taka með sér það nauðsynlegasta og fara í næstu fjöldahjálparstöð.
 • Alltaf er hætta á að símkerfi laskist og að álag á þau verið mjög mikið. Notið því síma eingöngu í neyð fyrst á eftir.
 • Ef slys verður á fólki hringið í 112.
 • Hafa í huga að mögulega geta eftirskjálftar orðið.

Hvaða trygg­ing­ar taka á jarðskjálft­um?
Bruna­trygg­ing hús­eigna er skyldu­trygg­ing. Allt sem er bruna­tryggt er sjálf­krafa viðlaga­tryggt hjá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands sem þýðir að það er tryggt fyr­ir tjóni af völd­um eld­gosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns­flóða. Ekki er skylt sam­kvæmt lög­um að tryggja inn­bú eða annað lausa­fé. Mik­il­vægt er að hver og einn meti sitt inn­bú og lausa­muni og tryggi í sam­ræmi við and­virði þess. Mjög al­gengt er að and­virði inn­bús sé van­metið þegar trygg­ing­ar eru tekn­ar.