Frítími

Hestamennska
Áætlað er að 30.000 einstaklingar stundi hestamennsku á einn eða annan hátt á landinu. Skráðir félagar hjá Landssambandi hestamannafélaga eru um 12.500 í 39 félögum og ætlaður fjöldi hesta á landinu er um 92.000. Þess fyrir utan er talið að yfir 100 þúsund íslenskir hestar hafi verið fluttir út eða fæðst erlendis. Í bæklingi VÍS, Öryggi í hestamennsku, er að finna fróðlegt efni sem snýr að öruggum útreiðum fyrir knapa, hesta og ökumenn.
Á hjóli
Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.
Ferðamennska
Ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin ár, bæði innlendum og erlendum og ferðamennska þeirra breyst. Gönguferðir hafa aukist mikið, ásamt því að fellihýsi, tjaldvagnar, hjólhýsi og húsbílar eru vinsælir ferðamátar yfir sumartímann.
Erlendir ferðamenn eru á ferðinni allan ársins hring en ekki nær eingöngu á sumrin eins og áður var. Ennfremur fara þeir flestra sinna ferða á eigin vegum en ekki í skipulögðum rútuferðum eins og löngum var mikið um.
Allir vilja komast heilir heim. Til að svo megi verða er góður undirbúningur ferðalags mikilvægur. Hann getur hins vegar verið mjög mismunandi eftir því hvert förinni er heitið, hvernig er ferðast og hvernig viðrar.

Sumarhús
Algengustu tjón í sumarhúsum eru vatnstjón. Algengt er að skemmdir verði miklar þar sem oft líður nokkur tími frá því að lekinn verður þar til hann uppgötvast. Eldsvoðar eru mun sjaldgæfari en vatnstjónin en albruni er því miður ekki óþekkt fyrirbæri þar sem eldsmatur er gífurlegur í sumarhúsum.
Forvarnir gegn þessum tveimur þáttum þurfa því að vera ofarlega á forgangslista sumarhúsaeigenda. Gott er að fara yfir sumarhúsið með eftirfarandi gátlista til hliðsjónar.
Flugeldar
Flugeldar eru ekki hættulausir og um hver áramót verða slys af völdum þeirra og brunar þar algengastir. Flestir slasast á höndum en augnáverkum hefur fækkað undanfarin ár, sem þakka má m.a. notkun hlífðargleraugna. Algengasta orsök flugeldaslysa er vangá og/eða vankunnátta, þar sem ekki er farið eftir leiðbeiningum. Flestir slasast um áramótin sjálf en alvarlegustu slysin verða oft dagana á undan eða fyrstu dagana á nýju ári og þá helst hjá unglingsstrákum sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og safna púðri saman. Búa til sínar eigin sprengjur og breyta með því eiginleikum flugeldanna.

Vetrarsport
Til að stuðla að heilbrigði er regluleg hreyfing nauðsynleg og er úr nægu að velja. Vinsældir vetrarsports er sífellt að aukast og partur af tilverunni hjá mörgum yfir vetrartímann er að skella sér á svigskíði, gönguskíði og skauta.

Sund
Sundmenning er mjög sterk á Íslandi og sundlaugar eru víða. Á vefnum sundlaugar.is er að finna yfirlit yfir sundlaugar landsins ásamt upplýsingum um heitar laugar en þó má ekki baða sig í þeim öllum sem þar koma fram.