Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Ferðvagninn

Sumarið er tími ferðavagna. Ef þú ætlar að vera með þinn á ferðinni þá hvetjum við þig til að kíkja á eftirfarandi atriði og vera viss um að allt sé í standi svo þú getir notið sumarsins áhyggjulaus.

Er vagninn klár?

Það þarf að sjá til þess að öryggisatriði í vagninum sjálfum sé í lagi eins og slökkvitæki, eldvarnarteppi og gas- og reykskynjarar. Gaskúturinn þarf að vera í góðu ásigkomulagi og auðvitað með gasi svo hægt sé að grilla þegar á áfangastað er komið. Það þarf að passa að farangur sé vel skorðaður svo hann fari ekki á flug en gæta þess samt að vera ekki með of mikla þyngd í vagninum. Ef það á að fara skilja vagninn eftir á tjaldasvæði þá mælum við með að læsa vagninum og fela verðmæti.

Erum við að tengja?

Þegar vagninn er festur við bílinn þarf að kanna hvort hann sé ekki örugglega vel fastur á dráttarkúlunni, að öryggisvír eða keðja sé tengd við bílinn. Það þarf að tengja rafmagnið við bílinn og sjá til þess að öll ljós virki.

Vertu með vagninn vel tryggðan með húsvagnatryggingu.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér afslætti á öryggisvörum hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.

VÍS ráð

Eftirvagninn
Bíllinn
Eldvarnir
Vindur