Nánari upplýsingar um húsvagnatryggingu
Víðtækari húsvagnatrygging en áður hefur sést
- Tryggingin bætir öll skyndileg, utanaðkomandi atvik nema annað sé sérstaklega tekið fram. Tryggingin bætir foktjón, þótt vindstyrkur nái ekki 24,5m/sek. og tjón af völdum allra dýra nema gælu- og meindýra. Tryggingin bætir m.a. tjón vegna vatns úr vatnsleiðslum eða frárennslislögnum í geymsluhúsnæði og þjófnað á ferðalagi erlendis.
- Þú þarft bara að passa að skoða veðurspá og aka ekki með húsvagn í miklum vindi.
- Húsvagnatrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi innan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss í allt að 92 daga frá brottfarardegi. Standi ferðalag lengur en í 92 daga er hægt að framlengja gildistímann gegn greiðslu. Tryggingin gildir hvort sem húsvagninn er í umferðinni eða í geymslu.
- Ef þú lendir í því að valda öðrum tjóni á meðan þú dregur húsvagn er það tjón bætt úr lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækisins.
Tryggingin bætir
- Tjón á húsvagni vegna skyndilegra, utanaðkomandi atvika sem falla undir skilmála.
- Tjón vegna eldsvoða.
- Foktjón á tímabilinu 1. maí til 30. september.
- Þjófnað og skemmdarverk á húsvagninum eða hlutum hans.
- Kostnað við björgun eða flutning á næsta viðgerðarverkstæði ef húsvagninn verður óökuhæfur vegna bótaskylds tjóns.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna hefðbundins steinkasts af vegi.
- Tjón vegna foks á lausum jarðefnum, t.d. sandi, möl eða mold.
- Skemmdir vegna gælu- og meindýra.
- Skemmdir sem hljótast af því að húsvagn tekur niðri á ósléttri akbraut eða þegar laust grjót hrekkur upp undir hann í akstri.
- Foktjón á tímabilinu 1. október til 30. apríl, nema húsvagn sé geymdur inn í húsnæði.
- Tjón sem verður við akstur þar sem opinberir aðilar hafa varað við akstri vegna vindstyrks eða vindhviða.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Afslættir og aðrar upplýsingar
Skilmálar og upplýsingaskjal
