Hjólalás
Þegar hjólið er skilið eftir þá er alltaf skemmtilegra að koma að því á sínum stað. Þess vegna er mikilvægt að læsa hjólinu rækilega í hvert sinn sem farið er frá því, hvort sem það er innandyra eða utan.
Hvernig er best að læsa hjólinu?
- Læsa við vegg eða jarðfastan hlut eins og hjólagrind, vegrið eða ljósastaur.
- Læsa í gegnum stellið en ekki bara dekkið þar sem auðvelt er að taka dekkin af.
- Velja lás með háa öryggiseinkunn eins og keðjulás eða svokallaðan U-lás eða tommustokkslás sem erfitt er að klippa í sundur.
- Læsa líka hjóli sem geymt er innandyra sér í lagi ef margir hafa aðgang að rýminu.
Hvað ber að forðast?
- Að læsa dekkið við stellið
- Að læsa bara við framdekkið eins og algengt er við lágar hjólagrindur.
- Að vera með vírlás sem er auðvelt að klippa í sundur.
Við mælum einnig með því að vera með dýrari hjól vel tryggð með reiðhjólatryggingu.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér afslætti af öryggisvörum í VÍS appinu.