Hoppa yfir valmynd

Umferð

Umferð

Öruggur bíll

Því miður verða mörg slys og tjón í umferðinni á hverjum degi. Mörg þessara slysa verða vegna atriða sem er tiltölulega auðvelt að laga. Hér á eftir eru nokkur þeirra. Það væri frábært ef við öll hefðum þau að leiðarljósi með það að markmiði að koma í veg fyrir þessi slys.

Lesa meira
Umferð

Ferðvagninn

Sumarið er tími ferðavagna. Ef þú ætlar að vera með þinn á ferðinni þá hvetjum við þig til að kíkja á eftirfarandi atriði og vera viss um að allt sé í standi svo þú getir notið sumarsins áhyggjulaus.

Lesa meira
Umferð

Bílrúðulímmiði

Ef það vill svo óheppilega til að þú færð lítið brot í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja límmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að hreinsa og þurrka rúðuna áður en límmiðinn er settur á.

Lesa meira
Umferð

Ferðalag í bíl

Að ferðast um landið er fyrir mörgum hápunktur sumarsins: að njóta samverunnar með fjölskyldunni og upplifa Ísland í sinni bestu mynd. Svo þú komist örugglega um landið þá erum við með góð ráð.

Lesa meira
Umferð

Á hjóli

Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.

Lesa meira
Umferð

Bifhjól

Oft er talað um bifhjólafólk sem óvarða vegfarendur þar sem þeir hafa ekki það öryggi sem farþegarými bíls veitir. Í bifhjólaslysum eru því þó nokkrar líkur á alvarlegum meiðslum sér í lagi ef hraði er mikill. Slysarannsóknir sýna að einn af orsakaþáttum slysa er að aðrir vegfarendur átta sig ekki á hraða og fjarlægð mótorhjóls. Það er því mikilvægt að allir temji sér að líta tvisvar og gefa stefnuljós tímalega.

Lesa meira
Umferð

Vespur eða létt bifhjól í flokki I

Vespur eða létt bifhjól í flokki I eru þægilegur ferðamáti sem margir nýta sér, sér í lagi þeir yngri. Ákveðnar reglur gilda um ferðamátann sem mikilvægt er að þekkja.

Lesa meira