Umferð

Bifhjól
Oft er talað um bifhjólafólk sem óvarða vegfarendur þar sem þeir hafa ekki það öryggi sem farþegarými bíls veitir. Í bifhjólaslysum eru því þó nokkrar líkur á alvarlegum meiðslum sér í lagi ef hraði er mikill. Slysarannsóknir sýna að einn af orsakaþáttum slysa er að aðrir vegfarendur átta sig ekki á hraða og fjarlægð mótorhjóls. Það er því mikilvægt að allir temji sér að líta tvisvar og gefa stefnuljós tímalega.

Eftirvagnar
Á sumrin eru margir eftirvagnar í eftirdragi. Að ýmsu er að huga þar til að ferðalagið gangi vel og allir komi heilir heim.

Öruggur bíll
Því miður verða mörg slys og tjón í umferðinni á hverjum degi. Mörg þessara slysa verða vegna atriða sem er tiltölulega auðvelt að laga. Hér á eftir eru nokkur þeirra. Það væri frábært ef við öll hefðum þau að leiðarljósi með það að markmiði að koma í veg fyrir þessi slys.

Athygli
Líklega geta allir tekið undir það að hafa verið í umferðinni með athyglina á öðrum stað og eitthvað óvænt gerst sem mátti sjá fyrir. Það er nefnilega svo einfalt að umferðin krefst þess að við séum úthvíld og með fókusinn á réttum stað.

Bílstólar
Einungis 1% barna komu í leikskólann án þess að vera í einhverjum öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Samgöngustofu árið 2023. Sama könnun sýndi einnig að 10% sex ára barna voru annað hvort í engum eða ófullnægjandi búnaði.
Öll börn sem ekki hafa náð 135 sm hæð eiga að vera í sérstökum öryggisbúnaði, umfram bílbelti, sem tekur mið af hæð og þyngd þess. Sekt fyrir að vera ekki með barn í sérstökum öryggisbúnaði er kr. 30.000 og sama upphæð er ef farþegi undir 15 ára aldri er ekki í öryggis- og verndarbúnaði. Í fræðslumyndbandi Samgöngustofu er farið yfir nokkra þætti barnabílstóla sem gott er að hafa í huga.

Á hjóli
Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.

Akstur
Umferðarreglur byggja á lögum og reglugerðum, sem geta tekið breytingum. Í ökunámi eru lögin og reglugerðirnar kenndar. Eftir það verður hver og einn að fylgjast með þeim breytingum sem verða.
Núgildandi umferðarlög nr, 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020. Með umferðarlögunum eru ýmsar reglugerðir og má finna þær tengdar umferðarlögunum. Jafnframt er hægt að nálgast samantekt þeirra á vef Samgöngustofu. Upplýsingar um öll umferðarmerki má sjá á vef Vegagerðarinnar.