Umferð

Bílrúðulímmiði
Ef það vill svo óheppilega til að þú færð lítið brot í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja límmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að hreinsa og þurrka rúðuna áður en límmiðinn er settur á.

Rafhlaupahjól og öryggi
Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafhlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst. 14, 16 eða 18 ára ef hámarkshraði 25 km/klst. eða aldurstakmark út frá hæð notanda.
Í myndbandi Samgöngustofu er farið yfir ýmis öryggismál sem snúa að rafhlaupahjóla.

Vélsleðar
Akstur vélsleða er ekki hættulaus frekar en akstur annarra farartækja. Þess vegna er mikilvægt að huga að örygginu, sama hversu stutt á að fara. Slysin sýna að þau verða ekki bara hjá þeim sem hafa litla reynslu og verða alls ekki eingöngu þegar veður er vont. Mikilvægt er að draga ekki úr varkárni þó þú hafir góða reynslu af sleðaferðum eða aukir hraðann í takt við gott veður.
Öryggispúðar
Öryggispúðar hafa bjargað mörgum en hönnun þeirra gengur út frá því að sá sem situr við púðann sé í bílbelti.

Æfingaakstur
Við hvetjum þig til að nýta æfingaaksturstímann vel með barninu þínu. Sá tími er frábær viðbót við ökunámið og skilar án efa betri ökumönnum út í umferðina. Með vel nýttum æfingaaksturstíma hefur barn þitt meiri reynslu og færni þegar það fer að aka eitt og óstutt.
Áður en æfingaakstur hefst þarf barnið þitt að taka Ökuskóla 1 og ákveðinn fjölda tíma hjá ökukennara. Fyrsta skrefið er því að finna góðan ökukennara. Ekki þarf að tilkynna til VÍS um að æfingaakstur sé að fara fram.

Athygli
Líklega geta allir tekið undir það að hafa verið í umferðinni með athyglina á öðrum stað og eitthvað óvænt gerst sem mátti sjá fyrir. Það er nefnilega svo einfalt að umferðin krefst þess að við séum úthvíld og með fókusinn á réttum stað.

Á hjóli
Alltaf er gott og heilbrigt að skilja bílinn eftir og fara um gangandi eða nýta sér t.d. reiðhjól, hlaupahjól, bretti eða hvað annað sem í boði er.