Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Hjólahjálmur

Hjálmurinn er ekki bara upp á lúkkið heldur veitir hann vörn og dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum sama á hvaða aldri fólk er.

Hvað þarf að hafa í huga?

  • Að hjálmurinn sitji beint ofan á höfði.
  • Að böndin séu ekki of laus; einn til tveir fingur eiga að komast undir hökubandið.
  • Að eyrun sé í miðju V-formi bandanna.

Svo hjálmurinn sjálfur sé öruggur þarf hann að vera heill og má ekki hafa lent í höggi. Hjálmar úreldast með tímanum og þarf að skoða hjá framleiðanda hversu lengi hann endist.

Við mælum með að vera með dýrari hjól vel tryggð með reiðhjólatryggingu.

Í VÍS appinu geta viðskiptavinir fengið afslætti hjá samstarfsaðilum okkar af hjálmum og öðrum öryggisvörum

Góða ferð!

VÍS ráð

Hjólreiðar
Hjólabretti
Hlaupahjól án rafmagns
Rafhlaupahjól
Línuskautar