Heimilið

Húsfélög og forvarnir
Mikilvægt er að stjórnir húsfélaga kynni sér forvarnir og upplýsi íbúa í fjölbýli um mikilvægi þeirra. Tjón í einni íbúð getur haft áhrif á aðrar íbúðir í húsinu.
Gott er að hafa tryggingar og forvarnir á dagskrá húsfundar a.m.k. einu sinni á ári. Upplýsa þarf íbúa um hvar húsfélagið er tryggt, hvernig eigi að tilkynna tjón, spyrja út í hvort tjón hafi orðið og ræða helstu forvarnir.

Innbrot
Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja innbrot. Oft á tíðum er andlega vanlíðan og óöryggið sem fylgir því að brotist er inn á heimilið mun verra en tjónið og munir sem hverfa í innbrotinu. Því er mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um þær forvarnir sem hann getur sinnt til að koma í veg fyrir innbrot hjá sér. Reynslan hefur sýnt að innbrot eru oft vel skipulögð. Þjófar eru oftast að leita eftir hlutum sem auðvelt er að koma í verð eins og myndavélum, fartölvum, símum, spjaldtölvum, flatskjáum, peningum og skartgripum.
Gátlisti um undirbúning heimilisins fyrir fríið getur verið gott að styðjast við til að ekkert gleymist.

Börn
Börn lenda oft í tilviljanakenndum óhöppum og slasa sig þegar þau reyna á hæfni sína. Hlutverk fullorðinna er að tryggja að umhverfi barnanna sé öruggt. Margt er hægt að gera til að vernda barnið og skulu allar þær forvarnir vera í takt við aldur og umhverfi barnsins.
Gagnlegt er að fara yfir heimilið með gátlista til að átta sig á því eftir hverju á að horfa og hvar hætturnar geta verið.

Heimilisdýr
Algengustu heimilisdýrin eru án efa hundar og kettir. Þau gefa eiganda sinum mikið og eru oft á tíðum stór partur af fjölskyldunni. Góð umhirða þeirra er mikilvæg til að þeim líði vel.

Varnir gegn vatnstjóni
Á hverjum degi verða um 20 vatnstjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír milljarðar. Bara til VÍS berast 5,5 vatnstjónstilkynningar á hverjum degi og má sjá hvernig tjónin skiptast niður hér. Þótt margir séu vel tryggðir fylgir mikið rask slíkum tjónum og oft á tíðum getur verið ógjörningur að bæta ómetanlega hluti sem skemmast.

Moka og salta
Á veturna getur verið erfitt að fóta sig í hálku og snjó. Þá getur góður skóbúnaður og mannbroddar skipt sköpum til að koma í veg fyrir fall.
Eldvarnir
Um helmingur bruna á heimilum tengist rafmagni og rafmagnstækjum. Þar af er helmingur út frá eldavélum eða 25% allra bruna á heimilum. Í kringum jól og áramót eru brunar tengdir kertum og kertaskreytingum algengastir.
Í Handbók heimilisins um eldvarnir sem Eldvarnabandalagið gaf út eru upplýsingar sem allir ættu að kynna sér. Bókina er einnig hægt að nálgast á ensku og pólsku.