Hoppa yfir valmynd

Heimilið

Heimilið

Húsfélög og forvarnir

Mikilvægt er að stjórnir húsfélaga kynni sér forvarnir og upplýsi íbúa í fjölbýli um mikilvægi þeirra. Tjón í einni íbúð getur haft áhrif á aðrar íbúðir í húsinu.

Gott er að hafa tryggingar og forvarnir á dagskrá húsfundar a.m.k. einu sinni á ári. Upplýsa þarf íbúa um hvar húsfélagið er tryggt, hvernig eigi að tilkynna tjón, spyrja út í hvort tjón hafi orðið og ræða helstu forvarnir.

Lesa meira
Heimilið

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.

Gátlisti um und­ir­bún­ing heim­il­is­ins fyr­ir fríið getur verið gott að styðjast við til að ekkert gleymist.

Lesa meira
Heimilið

Börn

Börn lenda oft í til­vilj­ana­kennd­um óhöpp­um og slasa sig þegar þau reyna á hæfni sína. Hlut­verk full­orðinna er að tryggja að um­hverfi barn­anna sé ör­uggt. Margt er hægt að gera til að vernda barnið og skulu allar þær forvarnir vera í takt við aldur og umhverfi barnsins.

Gagn­legt er að fara yfir heim­ilið með gátlista til að átta sig á því eft­ir hverju á að horfa og hvar hætt­urn­ar geta verið. 

Lesa meira
Heimilið

Heimilisdýr

Algengustu heimilisdýrin eru án efa hundar og kettir. Þau gefa eiganda sinum mikið og eru oft á tíðum stór partur af fjölskyldunni. Góð umhirða þeirra er mikilvæg til að þeim líði vel.

Lesa meira
Heimilið

Varnir gegn vatnstjóni

Á hverj­um degi verða um 20 vatns­tjón hér á landi og er kostnaður þeirra um þrír millj­arðar. Bara til VÍS ber­ast 5,5 vatns­tjónstil­kynn­ing­ar á hverj­um degi og má sjá hvernig tjón­in skipt­ast niður hér. Þótt marg­ir séu vel tryggðir fylg­ir mikið rask slík­um tjón­um og oft á tíðum get­ur verið ógjörn­ing­ur að bæta ómet­an­lega hluti sem skemm­ast.

Lesa meira
Heimilið

Moka og salta

Á veturna getur verið erfitt að fóta sig í hálku og snjó. Þá getur góður skóbúnaður og mannbroddar skipt sköpum til að koma í veg fyrir fall.

Lesa meira
Heimilið

Eldvarnir

Um helm­ing­ur bruna á heim­il­um teng­ist raf­magni og raf­magns­tækj­um. Þar af er helm­ing­ur út frá elda­vél­um eða 25% allra bruna á heim­il­um. Í kring­um jól og ára­mót eru brun­ar tengd­ir kert­um og kertaskreyt­ing­um al­geng­ast­ir.

Í Hand­bók heim­il­is­ins um eld­varn­ir sem Eld­varna­banda­lagið gaf út eru upplýsingar sem all­ir ættu að kynna sér. Bókina er einnig hægt að nálgast á ensku og pólsku.

Lesa meira